Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Qupperneq 32
32
honum að ná. Nýtir menn fengust ekki til kennara,
pví að þeim var svo illa launað, og af annari hálfu
hafði alþýða hálfgjörðan ýmigust á þessum nýmælum.
Foreldrarnir sjálfir voru fiíkunnandi, langvinn kiígun
hafði bælt niður framfaralöngun, og deyfð og áhugaleysi
— allra helzt um böknám — grúfði yfir þjóðinni. Lítt
var annað kennt í skólunum en lestur og kristindómur.
Helzta bókin í barnaskólanum var Ponti (hann var
fyrst prentaður 1737), hann skyldi læra til fermingar,
og hann mun einnig að mestu leyti hafa verið hafður
fyrir lesbók.
Yitnisburðir um alþýðuskólana í lok 18. aldar voru
hinir bágustu. Kvartað var yfir, að engri fastri aðferð
væri fylgt við kennsluna, nje lögð stund á samvinnu
barna við námið.
Eptir 1740 var jarðeigendunum lrennt um að þeir
hefðu spillt árangri reglugjörðarinnar 1739. En nú verða
aptur í lok aldarinnar jarðeigendurnir til þess að hrinda
skólamálunum áleiðis. |>eir hneigðust fjölmargir að
skoðunum filantrópanna1: en eins og kunnugt er, voru
þeir á sinn hátt öflugir frömuðir alþýðumenntunar. Nú
voru á ýmsum stöðum skólar bættir og kennaralaun
aukin, en óvíða var námsgreinum fjölgað. J>ó gátu
þessar umbótatilraunir á víð og dreif ekki orðið full-
nægjandi. Ríkisstjórnin varð að koma til skjalanna og
taka málið í sína hönd.
Árið 1789 varð merkur atburður í skólasögu Dana;
1) Helztir menn er þessari stofnu fylgdu voru þeir Basedow
<1723—1790), Campe (174G—1818) og Saizmann (1744—1811) allir
þýzkir. Stefna þeirra var skynsomistrúarstefna og nytsemdar-
stefna; kom pað greinilega í ljós, er Campe sagði, að ineiri mað-
ur heí'ði sá verið, er fann upp rokkinn, en höfundur Iiíonskviðu.
En þrátt fyrir þetta má filantrópunum margar uppeiuisumbætur
þakka.