Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 34
34
orðinn. Leitað var og til þeirra manna,. er hæfastir
póttu til að semja kennslubækur í ððrum námsgreinum,
en lítið varð um það að sinni. J>ess er vert að geta,
að þá var boðið að hætta að hafa barnalærdómsbókina
fyrir lesbók í barnaskólum, en taka í hennar stað Ove
Mallings store og gode Handlinger. Að því er kennslu-
aðferðir snertir, þá var og nefndin mjög á undan því,
sem þá tíðkaðist almennt. f>að er í raun rjettri eigi
fyr en nú á allra síðustu árum, að skólinn hefur náð því
markmiði að því er námsgreinir snertir, og að nokkru
leyti kennsluaðferðir, sem nefndin vildi að honum væri
þegar þá sett.
Jeg verð að fara fljótt yfir sögu með aðgjörðir
nefndarinnar, en verk hennar var skólareglugjörðin frá
29. júlí 1814; hún er í tvennu lagi, fyrir sveitaskóla og
kaupstaðarskóla. Almenn skólaskylda er þar fyrirskip-
uð, og að börn skuli ganga í skóla frá því að þau eru
6—7 ára og þangað til þau sjeu 13—14 ára. Börnum
skipt í tvær deildir; í yngri deildinni skyldu vera börn
frá 6—10 ára, en hin í eldri deildinni, og skyldi sinn
daginn hvor deildin vera í skólanum, eða sinn dags-
helminginn hvor þeirra. Bjögra vikna frí skyldi vera
fyrir allan skólann á sumri hverju, og skyldi það byrja,
er kornuppskeran byrjaði. Auk þess máttu foreldrar og
húsbændur halda heima börnum eldri en 10 ára 2—3
vikur tilvorvinnu, og 3—4 vikur til haustvinnu. Skyldu
frí þessi vera veitt með samráði við skólanefndina á
hverjum stað. Kenna átti kristindóm, lestur, skrift og
reikning. Tvö próf átti að halda á ári, og ekJcert barn
mátti ferma fyr en við árs'próf Jiafði verið dæmt að
það mœtti útsJcrifast úr sJcólanum. Kennarar skyldu
helzt vera útskrifaðir af kennaraskóla, eða að minnsta
kosti hafa staðizt próf, sem yfir þeim átti að halda.
Skólanefnd átti að vera í hverri sókn, en amtsskólastjórn