Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Side 39
39
eða skólagjald sje tekið af nemendum, er pað mjög títt
að pað sjeu 4—18 krónur um mánuðinn, þó er bæði
fríkennsla veitt iieirum eða færri eptir ástæðum og ann-
ar námsstyrkur, pótt slíkt sje naumast eins ríflegt eins
og kjá oss. Skólagjaldið er ein af aðaltekjugreinum ein-
stakra manna skóla, en auk pess fá peir flestir styrk úr
ríkissjóði, amtssjóði og sveitasjóði.
Einstakra manna skólarnir eiga að vísu í ýmsu
örðugra uppdráttar en ríkisskólarnir, en öllu fljótari hafa
peir pó orðið að taka upp ýrnsa nýbreytni en ríkisskól-
arnir, t. d. skólaiðnað (slöid), og mjög keppa forstöðu-
menn peirra og eigendur við að byggja hagkvæm skóla-
hús. Jeg skal stuttlega lýsa einum af pessum nýju
skólum, skóla Slomanns í Kaupmannahöfn. Allur grunn-
flötur skólaeignarinnar er 9172 □ fet; af pví er opið
leiksvæði handa nemendum með garði og húsum um-
hverfis lijer um bil 5350 □ fet. Á leiksvæðinu er
hálfpak úr járni yfir 270 □ feturo til skýlis í vondu
veðri, og undir pví bekkir til að sitja á fram með hús-
veggnum. Auk pess er aðgreint frá aðalleiksvæðinu
anriað leiksvæði alpakið 680 □ fet; pað er bæði ætlað
handa börnum í barnagarði peim, sem er í sambandi
við skólann, og handa yngri bekkjunum, pegar veður er
vont. Skólinn er 4-loptaður og með kjallara. í kjall-
aranum býr dyravörður, par er eldiviður geymdur og par
eru hitunarvjelar pær, sem skólann hita. 1 stofunni er
eitt stórt kennslu herbergi, tvö herbergi fyrir barnagarð,
kennaraherbergi og fimleikasalur stór og vandað-
ur. Á fyrsta sal er skólaiðnaðarherbergi, 500 □ fet,
pað er aflangt og kemur birtan frá báðum endum pess;
þar eru og 5 kennslustofur; á öðrum sal eru 6 kennslu-
stofur, og á priðja sal 1 kennslustoía og bústaður skóla-
stjóra. Allar kennslustofur eru 11 fet á hæð, og 17 □
feta gólfflötur ætlaður hverjum nemanda. Gangar allir