Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Qupperneq 63
63
J>að er almennt talið nauðsynlegt að hafa 90 ten-
ingsfet af andrúmslopti handa hverju skólabarni, og hjá,
menntuðu pjóðunum er pað lögákveðið, hversu mikiú'
andrúmslopt hverju barni er ætlað í kennslustofunum.
Hjer á landi er ekkert eptirlit með skólum og engin,
lögákvæði nm petta nje annað, viðvíkjandi skólahaldi,
og getur pví kennarinn, eða aðrir sem að skólunum
standa, að ósekju misboðið börnum herfilega með lopt-
leysi. J>ví meiri ástæða er til að brýna pað fyrir mönn-
um, að gjalda varhuga við, að loptleysið valdi ekki heilsu-
tjóni peirra.
Handa 13 körnum t. d. má ekki œtla minna her-
bergi en 6 álnir á hvern veg, ]>ar sem eru 4 álnir
undir lopt, og pó að ekki sje prengra í kennslustofunnl
en svo, er nauðsyulegt að endurnýja loptið svo opt sem.
auðið er, t. d. með pví að láta hurðina standa opna í
frítímum harna milli kennslustundanna; og verður að
sjá um, að hreint lopt að utan komizt óhindrað inn í
kennslustofuna. Loptbreyting verður ekki nægileg á 10-
mínútum, nema einnig sje opnaður gluggi, svo að lopt-
súgur gangi gegnum herbergið. Börnin mega pví ekki.
vera í kennslustofunni meðan loptbreytingin fer frams
pví að pau mega ekki standa í súg.
Hita er nauðsynlegt að hafa jafnan og góðan, og
til pess að hafa gætur á pví, að hitinn sje mátulegur
parf að hafa hitamæli 1 hverri skólastofu. Hitinn má
ekki vera minni en 15° R.
Góö hirta parf að vera í kennslustofunum, pví að
annars er hætt við, að hörnin preyti augun of mikið.
Birtan má heldur ekki vera of sterk, og er pví nauð-
synlegt að hafa gluggatjöld ef gluggar herhergisins vita
móti sólu.
Borðum og bekkjum skal skipað svo, að birtan komi
inn á vinstri hönd, pegar hörnin sitja við vinnu sína.