Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Side 73
73
allan skólann, með pví að senda pað barnið burt í tíma,.
sem hætta stendur af.
|>að er mikið rætt og ritað uin pað nú á dögum,
að nauðsynlegt sje að kenna heilbrigðisfræði í barnaskól-
unum. Og víst er um það, að lieilbrigðisfræði er svo.
almenns efnis, snertir hvern einstakan svo sjerstaklega,
að hverjum manni er nauðsynlegt að hafa nokkur kynni,
af þeim fræðum. Og þó að tíminn leyfði ekki, að
kenna hana sem sjerstaka náinsgrein í barnaskólunum,
þá gefst kennara, sem sjálfur er nægilega menntaður tii
þess, opt og einatt tækifæri til þess að gefa börnunum
ýmsar góðar bendingar um varðveizlu heilsunnar, og
vekja hjá þeim virðingu fyrir líkamanum, ekki sízt
þegar liann er að kenna þeim um byggingu líkamans
og starf líffæranna í þjónustu hans. |>egar barnakenn-
ararnir eru almennt orðnir svo menntaðir, að þeir hafi
lifandi tilfinningu fyrir líkamlegri meðferð barnanna,
eigi síðnr en hinni andlegu, þá fyrst, en ekki fyr, iær-
ist börnunum sjáifum að varðveita heilsu sína, eða forð-
ast sem fiest af því, sein getnr orðið henni til tjóns.
*
* *
Aður en jeg skilst við þessar fáu og ófullkomnu at-
hugasemdir um varðveizlu á líkamlegri lieilsu skólabarna,
verð jeg að minnast á eitt meðal, sem eriendar þjóðir
láta sjer mjög annt um að nota í þessu skyni, en sem
hjer á landi má heita að látið sje allsendis ónotað.
J>etta meðal er ieikfimi, eða reglubundnar líkams-
æfingar, sem miða til þess að æfa og styrkja allan lík-
amann. (A útlendu máli er það nefnt >gymnastik»).
J>að hefur lengi vakað fyrir mönnum, að einhver
lílcamleg vinna væri nauðsynleg skólabörnum um leið
og þau stunda nám, og um langan aldur hefur leik-
fimin verið talin bezta og hollasta vinnan, enda er henni
svo niður skipað sem bezt þykir henta: byrjað á ein-