Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 7
7
FRÁ R I TST JÓRA
sjálfstrausts grunnskólakennara á starf og starfsþróun. Í þessu hefti er tekið upp nýtt
viðfangsefni er nefnist Nýjar bækur. Með því er ætlunin að birta stuttar fregnir af nýút-
komnum bókum á sviði uppeldis og menntamála. Leitað verður til fræðimanna og þeir
beðnir að skrifa stutta, gagnrýna umfjöllun og kynningu á nýútkomnum bókum. Guð-
mundur Heiðar frímannsson, prófessor við kennara deild HA, ríður á vaðið og fjallar
hann um bók Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, Virðing og umhyggja Ákall 21. aldar.
Í lokin er rétt að gera grein fyrir leiðum misprentunum sem áttu sér stað í hausthefti
Uppeldis og menntunar 2007. Eins og glöggir lesendur sáu gætir ekki sam ræmis í efnis-
yfirliti og fyrirsögn á heiti greinar Maríu Steingrímsdóttur. Rétt er heiti greinarinnar
„Ofsalega erfitt og rosalega gaman“. Reynsla nýbrautskráðra kennara af fyrsta starfsári.
Í öðru lagi komu lesendur auga á að tafla 1 í grein önnu Þóru Baldursdóttur og
valgerðar Magnúsdóttur á bls. 35 er röng. Rétt er taflan þannig:
Vinnuálag Forræði Umbun Starfssamfélag Sanngirni Gildismat
Tilfinningaþrot –0,31** 0,16* 0,19* 0,17* 0,19*
Hlutgerving 0,29** 0,21** 0,17* 0,23**
Starfsárangur –0,19
* P<0,05
** P <0,01
Höfundar eru beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum sem áttu sér stað við
frágang heftisins.
Ritstjórn þakkar þeim fjölmörgu sem komu að
útgáfu þessa heftis fyrir ánægjulegt samstarf.
HEimildir
Darling-Hammond, L. (1990). Teacher Professionalism: Why and How? Í A. Lieberman (Ritstj.), Schools as Collaborative Cultures: Creating the Future Now (bls. 25–50). New york: The falmer Press.
Ólafur Proppé (1992). Kennarafræði, fagmennska og skólastarf. Uppeldi og menntun 1,
223–231.