Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 11

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 11
11 ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Kennaramenntun á tímamótum – frá jaðri að miðju Viðtal við Ólaf Jóhann Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands Við erum stödd á Austurvelli veturinn 1963–64. Ungt fólk flykkist inn í Sjálfstæðishús- ið gamla. Þar er að hefjast kappræðufundur milli Kennaraskólans og Menntaskólans í Reykjavík. Fundarefnið er hvor skólinn veiti betri menntun eða „sé betri“ eins og unga fólkið orðar það. Talsmaður Kennaraskólans er formaður skólafélagsins, dökkhærður, ung- ur maður, hár og grannur. Stúlkurnar gefa honum auga í laumi. Þetta er Ólafur Proppé sem er þarna í fyrsta sinn á opinberum vettvangi að halda fram málstað Kennaraskól- ans og mæla fyrir menntun kennara. Síðan hafa miklar breytingar orðið á kennaramennt- un og um þessar mundir er Kennaraháskóli Íslands að sameinast Háskóla Íslands og Ólafur Proppé að láta af störfum sem rektor. Í viðtalinu sem hér fer á eftir verður forvitnast um skoðanir Ólafs á þeim breytingum sem orðið hafa á menntun í landinu, og ekki síst á kenn- aramenntun, á þeim 100 árum sem liðin eru síðan Kennaraskólinn var stofnaður 1908. Uppeldi og menntun 17. árgangur 1. hefti, 2008

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.