Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 17
E LSA S IGR ÍÐUR JÓNSDÓTT I R
17
Sjálfstæðisflokkurinn menntamálaráðuneytið 1983 og Ragnhildur Helgadóttir varð
menntamálaráðherra. yfir vötnunum sveif að nú ætti að hreinsa til. Þetta voru sérstakir tímar í samfélaginu, mikil verðbólga, átök og óróleiki. Ég varð til dæmis fyrir því
að unglingar köstuðu í mig tómötum og eggjum vegna samræmdu prófanna þegar ég var að innleiða normalkúrfuna sem mælingafræðilegt fyrirbæri. Ýmsir skólamenn
ólu á þessari andstöðu unglinganna. Þessi átök eru stundum að hluta kennd við sögu-
kennsluskammdegið, sem lyktaði með því að samfélagsfræðin var rekin út í ystu
myrkur. Blaðamenn, stjórnmálamenn og alþingismenn tóku þátt í þessari umræðu,
sem oft tók á sig skrítna mynd. Í samfélagsfræðinni vildum við kenna til skilnings.
við vildum að í landafræði lærðu börn til dæmis um líf í heitu landi og köldu landi,
veltu málum fyrir sér, fyndu hvað væri sameiginlegt og hvað væri öðru vísi. Sem
sagt, menn vildu kenna krökkunum að hugsa en ekki bara læra staðreyndir utan að
eins og lengi hafði tíðkast. Einn námspakkinn fjallaði um samfélag bavíana og mark-
miðið var að leggja grunn að pælingum hjá nemendunum. Þetta námsefni var byggt
á kenningum Jerome Bruners og fleiri fræðimanna. En í dagblöðin var skrifað um hve
illa væri komið fyrir íslenskum skólum sem kenndu nú um samfélag apa en ekki um
hetjur Sturlungaaldar.
Þannig smáfjaraði undan skólarannsóknadeildinni, fyrst var breytt um nafn á henni
og hún nefnd skólaþróunardeild og svo var hún að lokum lögð niður. Andri varð próf-
essor við Háskóla Íslands og endurstofnaði uppeldisfræðina þar. Hann settist í emb-
ætti Matthíasar Jónassonar og vann merkilegt starf við að endurskipuleggja kennslu-
réttindanámið og byggði þar upp ársnám fyrir þá sem höfðu háskólapróf fyrir.
Doktorsprófið
Ég var svo heppinn að mér bauðst að fara í doktorsnám, bæði studdi ráðuneytið mig
og einnig háskólinn í Champaign-Urbana. Ég vann þar við merkilega stofnun sem
ég lærði mikið af og lauk þar doktorsprófi 1982. Doktorsritgerðin mín fjallaði um
þekkingarfræðilegar forsendur mats og ég las mikið heimspeki, þekkingarfræði og
um grunn mælingafræðanna. Ég skrifaði ritgerðina mína eiginlega um átökin milli
megindlegra og eigindlegra matsaðferða. Samræmdu prófin, sem ég hafði unnið við,
voru kveikjan að ritgerðinni og ég skoðaði gagnrýnið samræmd próf bæði hér á landi
og almennt. Ég var hræddur um að prófin væru of stýrandi og fór að kafa ofan í eðli
mælinga og mælingafræði. Ritgerðin mín heitir A Dialectical Perspective on Evaluation
as Evolution: A Critical View of Assessment in Icelandic Schools. Það sem ég var í rauninni
að segja var að mat væri óumflýjanlegt en að matið þyrfti að vera gagnvirkt og það
væri hluti af þróun. Manneskjan væri alltaf að þróast og menntast en væri matið alltaf
á annan veginn og viðmiðin ákveðin af einhverjum öðrum væri hætta á stöðnun. virkt
samband milli þess sem metur og hins sem er metinn (t.d. kennara og nemanda) er
forsenda fyrir áframhaldandi menntun eða þróun. Ég tengdi þessa umræðu og hugs-
un mína um mat við mannlegt eðli. Ég velti mikið fyrir mér hvað það væri sem greindi
okkur frá öðrum dýrum. Það er sjálfsagt hægt að finna ótalmargt, en það er meðal
annars þetta mat, að við getum farið út fyrir okkur sjálf og jafnvel lengra en það. Það
er talað um metaplan í sambandi við þetta. Það var hluti af mínum pælingum, að mat