Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 24
KENNARAMENNTUN Á T ÍMAMÓTUM – FRÁ JAÐR I AÐ M IÐ JU
24
vissi svo lítið. Laxness gerir á nokkrum stöðum grín að kennurum svo að þessi afstaða
hefur verið svolítið landlæg. En þetta er að breytast. Það er ekki eingöngu sameiningin
við Háskóla Íslands sem veldur því, heldur einnig nýsamþykkt lög á Alþingi þar sem
gert er ráð fyrir að allir kennarar hafi meistarapróf. Í því felst viðurkenning á því að
kennarastarfið sé erfitt og ekki síður flókið en til dæmis að teikna hús fyrir fólk eða
byggja brýr. Ég upplifi þetta sem sigur. fólk er að átta sig á því að meiri menntun fyrir
allt samfélagið eykur hag þjóðarinnar og einstaklinganna og skapar þeim samkeppn-
ismöguleika í veröldinni.
Mig langar til að heyra skoðanir þínar á því hvernig þróunin í Kennaraháskóla Íslands hefði
orðið ef við hefðum ekki farið út í sameininguna?
Ég held að það hefði orðið eilíf barátta fyrir tilveru okkar. Auðvitað er þeirri bar-
áttu ekki lokið, við höfum barist með kjafti og klóm til þess að koma okkur áfram í
rannsóknum og ná því að verða jafngóður háskóli á okkar sviði og Háskóli Íslands.
við höfum líka verið að berjast fyrir menntarannsóknum. fyrir fáeinum árum vorum
við Allyson Mcdonald að ræða um menntarannsóknir á fundi með starfsfólki Rannís.
og það tæpast skildi um hvað við vorum að tala eða til hvers gera þyrfti rannsóknir
í menntamálum. Mennta- og skólamál hafa nefnilega ákveðna sérstöðu í huga fólks.
Allir hafa verið í skóla og öllum finnst þeir vita hvernig skólar eigi að vera eða ekki að
vera. Þess vegna finnst mörgum alveg óþarfi að vera að gera einhverjar rannsóknir á
skólastarfi og menntun. Þetta er til dæmis áberandi í greinargerðum með frumvörp-
um til laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla sem nú hafa verið samþykkt á Alþingi.
Lítið er minnst á rannsóknir sem rökstuðning fyrir því hvernig haga skuli málum.
Það er því óhemju verk að vinna. Eftir heimsókn okkar Allyson til Rannís og vegna
baráttu hennar í vísinda- og tækniráði fengum við því áorkað að úttekt var gerð á
menntarannsóknum á Íslandi2. Það var úthugsuð aðferð af okkar hálfu til þess að fá
viðurkennda þessa þörf fyrir menntarannsóknir. og þetta er að skila sér, hjá vísinda-
og tækniráði tróna menntarannsóknir nú ofarlega. En það verður mikil vinna og erfitt
að þróa menntavísindasviðið, nú verðum við komin í návígi og samkeppni við hin
sviðin fjögur innan Háskóla Íslands.
Mér heyrist þú vera bjartsýnn á samstarfið við Háskóla Íslands.
Auðvitað byggist allt samstarf á einstaklingunum sjálfum og ég sé fyrir mér að
í sumum greinum muni takast vel til en síður annars staðar. Annars eru viðhorf að
breytast. Ég var á fundi um daginn með raungreinakennurum héðan og deildarfor-
seta raunvísindadeildar og fleiri fulltrúum úr Háskóla Íslands. Raunvísindin hafa nú
stundum hreykt sér svolítið og þaðan hafa komið harðir dómar um stærðfræðina og
skólakerfið. En þarna var ég með ungu fólki sem mér fannst hafa önnur viðhorf en
hafa tíðkast. Þetta unga fólk er alið upp við 28 framhalds- og fjölbrautaskóla. Það
gefur talsvert aðra sýn en þegar fyrst og fremst var einn menntaskóli á sviðinu eins og
2 Rannsóknamiðstöð Íslands og menntamálaráðuneytið (maí, 2005). úttekt á rannsóknum á sviði
fræðslu og menntamála. Lokaskýrsla. Reykjavík: Rannsóknamiðstöð Íslands og menntamálaráðu-
neytið.