Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 29

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 29
29 BRyNhILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR Kímnigáfuð börn Gagnsemi kímni og fyndinna bóka í skólastofunni Markviss notkun kímni í uppeldis- og skólastarfi hefur marga kosti. Leikur og vinna sem grundvallast á kímni örvar ímyndunarafl barna, hvetur þau til að læra eitthvað nýtt og hjálpar þeim að takast á við erfið verkefni. Kímni hefur veigamiklu hlutverki að gegna við uppbygg- ingu sjálfsmyndar og sjálfstrausts og er að sama skapi þýðingarmikill þáttur félagsþroska og félagsmótunar. Þannig getur kímni barna gefið mikilsverðar vísbendingar um þroska þeirra. Hins vegar virðast kennarar veigra sér við að nota fyndnar sögur handa börnum enda líður efni sem kitlar hláturtaugarnar oft fyrir fordóma; það er talið léttvægt án þess að litið sé undir yfirborðið eða skoðað hvaða gildi kímnin hefur í sjálfri sér. Hér er fjallað um kímni í barnabók- menntum og það gagn sem hafa má af skemmtilegum barnabókum í skólastofunni. Rétt er að vekja athygli á orðinu kímni sem hér er notað í sömu merkingu og tökuorðið „húmor“. Kímni er ekki sömu merkingar og kómík. Kímni felst ekki síður í að hlæja með en að. Hún byggist á skilningi, þekkingu og ímyndunarafli þess sem hlær. inn gang ur Einn vinsælasti leikurinn þegar ég var á leikskólanum Hlíðaborg fyrir meira en þrjátíu árum kallaðist vinnuleikurinn. við börnin sátum í hring á gólfinu og völdum okkur númer en fóstrurnar (sem þá gegndu því nafni) flettu í stórri möppu þar sem hvert númer merkti ákveðið starfsheiti. Hláturinn sem gall við af gólfinu stafaði af því sem börn stóðu í trú um árið 1974; að strákar gætu ekki orðið hjúkrunarkonur og stelpur gætu ekki orðið forstjórar. vinnuhappdrættið var eingöngu fyndið þegar eitthvað passaði ekki, þegar ósamræmi var milli barns og framtíðarstarfs. Kímnigáfa okkar ormanna var fullkomlega háð þekkingu okkar á samfélaginu. vinnuleikurinn er lýsandi dæmi um hvernig skopskyn barna mótast samhliða vax- andi skilningi þeirra á sjálfum sér og samfélaginu. Kímni barna veltur á þekkingu þeirra og reynslu, þau skynja hvað er fyndið út frá því sem þau hafa lært. Börn skilja til dæmis ekki brandara nema þau skilji hugtökin sem notuð eru og hegðunarmynstrið sem hæðst er að. Hlátur okkar Hlíðaborgara byggðist á því að við höfðum uppgötvað hver félagsleg hlutverk karla og kvenna voru um miðjan áttunda áratuginn og þau Uppeldi og menntun 17. árgangur 1. hefti, 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.