Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 30
30
voru í engu samræmi við þau sem við lentum á í möppunni. Það var einmitt ósam-
ræmið sem orsakaði hláturinn; það sem var ekki í samræmi við ríkjandi hefðir var
fyndið. Kímni, ekki síst sú sem ætluð er börnum, grundvallast nefnilega á misræmi
af einhverju tagi, einhverju sem er óviðeigandi eða ekki á réttum stað. Tvíræðni, þar
sem merkingarsvið eru látin skarast til þess að framkalla hlátur, er til dæmis algeng
undirstaða kímni (Casson, 1997). Í raun virðist flest það sem fer á svig við reglur hafa
tilhneigingu til að vera fyndið. Reglurnar geta verið á hvaða sviði sem er, skráðar jafnt
sem óskráðar. Þær geta snert málnotkun, hegðun, heilbrigða skynsemi og samskipti;
viðteknar venjur hvers samfélags (Klein, 2003).
Hér á eftir eru raktar kenningar um gildi kímni fyrir börn og rök færð fyrir því að
kímni gegni mikilvægu hlutverki í þroska barna. Í framhaldi af því er litið á kenning-
ar um tengsl aldurs og þroska barna við skilning þeirra á tilteknum flokkum kímni.
fjallað er um kímni í barnabókum, helstu flokka hennar og birtingarmyndir. Að því
búnu er vikið að skólastarfinu og skoðað hvaða hlutverki kímni getur þjónað við
kennslu. Síðast en ekki síst er litið í nokkrar nýlegar, fyndnar, íslenskar barnabækur
sem gagnast geta í skólastofunni, einkum í bókmenntum, samfélagsfræði og lífsleikni.
Þessar námsgreinar snúast, rétt eins og kímni, um skilning nemandans á sjálfum sér
og samfélaginu, og hæfileika hans til að setja sig í spor annarra. Meðal annars er skoð-
að hvernig kímni í barnabókum nýtist börnum við að byggja upp sjálfsmynd og átta
sig á umhverfi sínu, samtímis því sem hún örvar ímyndunarafl þeirra og veitir þeim
þjálfun í að greina texta og orðræðu.
Í greininni er fyrst og fremst litið á kímni sem félagslegt fyrirbæri sem bókmennt-
ir endurspegla og miðla. Teflt er saman tveimur fræðigreinum, bókmenntafræði og
uppeldisfræði, með það að markmiði að sýna fram á gagnsemi gamansins fyrir bæði
nemendur og kennara. Sjónarhornið er þó fyrst og fremst bókmenntafræðinnar, en
þar er val viðfangsefnis óaðskiljanlegur hluti aðferðafræðinnar. Bækurnar sem hér er
fjallað um eru því hvorki heimildir í merkingunni kenningar og fyrri rannsóknir né
úrtak úr þýði allra hugsanlegra barnabóka. Bækurnar eru valdar vegna þess að þær
eru skrifaðar á tiltekinn hátt og njóta vinsælda barna. Þær eru valdar vegna þess að
þær eru kjörnar til notkunar í skólastarfi. Á sama hátt er val þeirra fræðimanna sem
vísað er til háð eðli greinarinnar. Ekki er ætlunin að kafa í kenningar þeirra eða prófa
þær með raunvísindalegum hætti, heldur nýta innsæi viðkomandi kenningasmiða að
því marki sem það gagnast til að varpa ljósi á viðfangsefnið.
fræðilEgur grunnur
Kenningar um gagnsemi kímni
finna má yfir hundrað kenningar um kímni, þær elstu frá dögum forn-Grikkja (sjá
onofrey, 2006). Hér er stuðst við þrjá útgangspunkta úr kímnifræðunum við rann-
sóknir á barnamenningu; kenningar um áhrif eða gagnsemi kímni, kenningar um
tengsl kímni og þroska barna, og loks kenningar um gerðir kímni.
Tvær kenningar eru hvað þekktastar þegar litið er á áhrif kímni, annars vegar að
KÍMNIGÁFUÐ BÖRN