Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 39

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 39
39 Jóhannsdóttir (1992) minnir á að kímni er nátengd siðferðisgildum, fólk hlæi með vin- um sínum en ekki að þeim. Þuríður varar jafnframt við því að kímni í barnabókum megi aldrei byggjast á því að gera grín að veikleikum barna og unglinga eða annarra sem minna mega sín, þá verði hún siðlaus. Það er því ekki nóg að nemendur geti hleg- ið að bókunum sem valdar eru, það þarf að leiðbeina þeim og kenna þeim að skoða hvað er fyndið og hvers vegna og þar með greina á milli jákvæðrar og uppbyggilegrar kímni og neikvæðrar og niðurlægjandi kímni. Börnin þurfa að fá að spreyta sig sjálf á ýkjum, orðaleikjum og myndrænum og óvæntum lýsingum sem þjálfa næmi þeirra fyrir kímni í bókmenntum. Slík vinna er í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um að sköpunarmáttur tungumálsins eigi að vera í öndvegi í íslenskukennslu. Nemendur þurfi að fá mörg tækifæri til að leika sér með orð og merkingu og semja alls kyns texta og tengja við margvíslegar listgreinar. Það styrki þá sem sjálfstæða og skapandi ein- staklinga (Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska, 2007). Það er þó ekki síður mikilvægt að þau fái að lesa fyndnar sögur í frjálsum lestri eða hlusta á slíkar sögur, án beinnar verkefnavinnu. Einn mikilvægasti hluti bókmennta- náms er einmitt að læra að njóta bókmennta. Það er skemmtunin sem kemur börn- unum á bragðið og fær þau til að tileinka sér lestur sem áhugamál. En hvaða bækur henta til notkunar í íslenskum grunnskólum? Í þrepamarkmiðum Aðalnámskrár grunnskóla frá 1999 (í gildi til 2010) er gert ráð fyrir að börn lesi það sem kallað er „skopsögur“ í 3. og 5. bekk og „gamansögur“ í 4. og 6. bekk (Aðalnám- skrá grunnskóla, íslenska, 1999). Aðgreiningin skopsögur og gamansögur er án efa stílfræðileg fremur en merkingarleg í textanum. Börn í 3. til 6. bekk eru átta til ellefu ára gömul og ef litið er í kímnifræðin heillast þau fyrst og fremst af einföldu gríni þar sem ekkert er á huldu en atburðir mega þó gjarnan koma á óvart. Þau hafa gaman af svolitlum dónaskap og hlæja mikið að skakkaföllum og hrakförum, eða því sem kalla má „detta á rassinn“ kímni (slap-stick) (Gentile og McMillan, 1978; onofrey, 2006). Kímnifræðingar telja ástæðu til að taka fram að margt af því sem börn á þessum aldri hlæja að finnist fullorðnum hreint ekkert fyndið (Gentile og McMillan, 1978). Með því minna þeir foreldra og kennara á að til þess að njóta barnabóka og skilja þær þarf að nálgast þær frá sjónarhóli barnsins sem þær eru skrifaðar fyrir. Að velja bækur fyrir skólabörn krefst þess að kennarinn setji sig í spor nemenda sinna og hugsi um aldur þeirra og þroska. Hann verður að nálgast barnabókina í senn sem skynsamur og menntaður einstaklingur og ungt og óreynt barn. Hann verður að gagnrýna bók- ina bæði frá sjónarhóli barnsins og þess fullorðna með þarfir og væntingar barnsins í huga. Ástæðan fyrir því að börn á þessum aldri heillast svo mjög af hrakförum og bakföll- um er án efa sú að stöðugt er ætlast til þess að þau hegði sér skynsamlega, gegni og fylgi reglunum; skólareglunum, umferðarreglunum, reglum í fótbolta og brennó, og óskráðum reglum um klæðaburð, framkomu, kurteisi, mannasiði og talsmáta. Þau njóta kímni sem byggist á óskynsamlegri og órökréttri hegðun og misræmiskímni sem snýr á reglur og venjur fellur mjög að þeirra smekk. Þær bækur sem nefndar eru hér á eftir henta allar börnum á aldrinum átta til ellefu ára. Þær eiga það sameiginlegt að vera nýjar eða nýlegar og skrifaðar af vinsælum barnabókahöfundum. Allt eru þetta BRyNhILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.