Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 47

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 47
47 JÓNA GUÐBJöRG ToRfADÓTTIR hAfDÍS INGvARSDÓTTIR Umbrot Samskipti framhaldsskólakennara og nemenda Þessi rannsókn er starfendarannsókn sem fyrri höfundur greinarinnar vann á sínum fyrsta vetri í kennslu í framhaldsskóla, skólaárið 2005–2006, og var hluti af meistaranámi hennar við Háskóla Íslands. Rannsóknin snerist um samskipti hennar við nemendur, þar sem sjónum var einkum beint að óvæntum atvikum í skólastofunni. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast dýpri skilning á starfi nýliða í kennslu og fá innsýn í það hvernig kennari byggir upp tengsl við nemendur. Markmiðið var jafnframt að efla kennarann í starfi. Gagnaöflun fór fram með dagbókarfærslum kennara, upptökum í kennslustundum, opnum spurningum til nemenda og viðtali við bandamann úr kennarahópnum. Niðurstöður starfendarannsóknarinnar benda til þess að næmi kennara til að skynja þarfir nemenda og kunnátta í að leiða samræðu farsællega til lykta geti skipt sköpum við að byggja upp gagnkvæmt traust og virðingu í bekkjarstarfi, en það er forsenda fyrir góðum samskiptum kennara og nemenda. Slíkt innsæi byggist meðal annars á reynslu og þar skilur á milli nýliða og reyndra kennara. Því er brýnt að nýliði fái formlegan stuðning, að minnsta kosti fyrsta ár sitt í kennslu. inn gang ur Hefðbundnar rannsóknir á starfi kennarans snerust löngum um áhuga rannsakenda á atferli kennarans. Rannsakendur reyndu að grafast fyrir um hvaða athafnir kennarans gæfu bestan námsárangur með það fyrir augum að geta sagt fyrir um hvernig ætti að kenna. fyrir um tveimur áratugum urðu nokkur vatnaskil í kennararannsóknum og áhugi fræðimanna tók að beinast að þeirri þekkingu sem kennarinn býr yfir (Hafdís Ingvarsdóttir, 2004). Hér á landi hafa kennarar um nokkurt skeið tekið virkan þátt í kennararannsóknum, bæði með því að veita rannsakendum innsýn í þekkingu sína og viðhorf og ennfremur með því að rannsaka sjálfir eigið starf. Rannsóknir kennara á eigin starfi hafa verið kynntar hér á landi undir heitinu starfendarannsóknir, en þegar þessi grein er skrifuð hafa verið birtar vel á annan tug ritgerða sem byggja á slíkri aðferðafræði (Hafþór Guðjónsson, 2008b). Talsmenn starfendarannsókna telja að það Uppeldi og menntun 17. árgangur 1. hefti, 2008

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.