Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 51

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 51
51 JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR, hAFDÍS INGvARSDÓTTIR Hjálpi nemendum að skilja ástæðurnar fyrir þeim reglum og væntingum sem • ríkja í skólastofunni. Kenni alla þá færni sem skiptir máli og nemendur kann að skorta.• fái nemendur til að taka þátt í samstarfs- og lausnaleitarferli sem miðar að • því að koma í veg fyrir slæma framkomu. Noti refsingarlausar leiðir til að stjórna hegðun nemanda þegar það er nauð-• synlegt (Watson, 2003, bls. 4, lausleg þýðing). N. Noddings, sem er heimspekingur, menntunarfræðingur og tíu barna móðir, hefur lagt mjög mikið af mörkum til umræðunnar um umhyggju í samskiptum kennara og nemenda og siðferðislegt gildi hennar. Noddings (1992; 2002) segir þörfina fyrir að veita og þiggja umhyggju sammannlega. öll þörfnumst við þess að aðrar manneskjur sýni okkur umhyggju; að okkur sé sýndur skilningur, virðing og viðurkenning. Til að manneskja geti sýnt umhyggju verður hún að vera næm á þarfir annarra og beina athyglinni frá eigin aðstæðum, a.m.k. um stundarsakir, til þess að hún geti gert þarfir annarra að sínum eigin. Í þessu felst ekki aðeins athygli heldur einnig löngun til þess að vera annarri manneskju til halds og trausts og hugsa um þarfir hennar. Umhyggja er þó ekki aðeins á annan veginn heldur grundvallast hún á tengslum milli tveggja aðila, þess sem veitir umhyggju og þiggjandans. Lærdómurinn sem felst í að þiggja umhyggjuna er fyrsta skrefið í siðfræði menntunar, segir Noddings. Það er hins veg- ar ekki aðeins hlutverk kennarans að byggja upp umhyggjusöm samskipti við nem- endur sína, þar sem hann veitir umhyggjuna, heldur ber hann einnig ábyrgð á því að koma nemendum sínum til þess þroska að þeir geti sýnt umhyggju. Noddings telur skólann mikilvægan vettvang til þess að hlúa að siðferðisþroska nemenda. Þar þurfa að koma til fjórir meginþættir: fyrirmynd (modelling). • Samræða (dialogue).• framkvæmd (practice). • Staðfesting (confirmation). • Kennarar eru mikilvægar fyrirmyndir nemenda sinna. Þar nægir ekki að þeir segi nemendum sínum að bera umhyggju fyrir öðrum heldur þurfa þeir að sýna nem- endum sínum mikilvægi umhyggjunnar í samskiptum við þá. Með samræðu segist Noddings eiga við samtal sem er algerlega opið, hvorugur aðilinn veit hvernig því lýkur. Það er engin fyrirfram gefin niðurstaða eða lausn sem má vænta. Samræðan gefur kennurum færi á að færa í tal umhyggjuna sem þeir leitast við að sýna. Um leið gefur hún nemendum tækifæri til þess að varpa fram spurningum sem hjá þeim vakna. Loks er samræðan hjálpleg vegna þess að þeir sem að henni standa geta kom- ist að vel upplýstri niðurstöðu. Hún er því sérstaklega áhrifarík til þess að efla hug- myndir nemenda um breytni sem er til fyrirmyndar. Þá hefur samræðan ekki minna vægi í því að mynda tengsl milli viðmælenda og getur stuðlað að umhyggjusömum samskiptum. Til þess að nemendur geti þroskað með sér hæfni til að sýna umhyggju þurfa þeir sjálfir að upplifa umhyggju og þá þarf jafnframt að veita þeim tækifæri til þess. Þetta getur þó verið erfitt í skólakerfi þar sem árangursmat byggist á einkunna-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.