Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 52

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 52
52 UMBROT gjöf en árangur af umhyggju verður ekki metinn með slíkum hætti. Í staðfestingunni felst að laða fram það besta í hverri manneskju með því að veita því athygli sem er aðdáunarvert, eða a.m.k. viðunandi, í fari hennar. Staðfesting hvílir því mjög á trausti og samfellu í samskiptum, sem er nauðsynleg til að unnt sé að koma auga á framfarir nemenda þ.e. hvernig þeir leitast við að bæta hegðun sína (sama rit, 1992 ). Noddings (2002) áréttar að umhyggjusöm samskipti séu ekki aðeins nauðsynleg á grunnskólastigi heldur einnig í framhaldsskólum. Þar sjá kennarar hins vegar mun minna af nemendum sínum og sömuleiðis geta þeir átt samskipti við á annað hundrað nemendur daglega. Ef kennarar fengju tækifæri til þess að fylgja sama hópnum eftir öll framhaldsskólaárin væri möguleiki á að byggja upp umhyggjusamari samskipti. Margir nemendur telja að kennurum standi alveg á sama um þá en Noddings segir að svo sé ekki heldur standi skipulag skólakerfisins í veginum. Rannsóknir á samskiptum kennara og nemenda beinast iðulega að leik- og grunn- skólastigi. Það virðist þó litlu skipta hvort leikskólakennarar, grunnskólakennarar eða framhaldsskólakennarar eru spurðir hvað þeir telji vera mikilvægt í kennslu þeirra og um hvað kennslan snúist; svarið er oftar en ekki góð samskipti milli kennara og nemenda (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2004). Í nýlegri rannsókn Hafdísar Ingvarsdóttir (2003, 2004) á starfskenningum íslenskra framhaldsskólakennara kemur skýrt fram að samskiptin við nemendurna skipta þá mestu máli og gefa þeim mest. Þá er átt við gagnkvæma virðingu og traust og eru slík tengsl jafnframt forsenda þess að kennari geti verið góður í sínu starfi og liðið vel. Rannsókn Hafdísar bendir til þess að góð samskipti milli kennara og nemenda á framhaldsskólastigi hafi hvetjandi áhrif bæði á nám og kennslu en sé býsna vanmetinn þáttur í skólastarfinu. Allir hafa þörf fyrir umhyggju og hún er jafn mikilvæg á öllum skólastigum (Nodd- ings, 1992). Hins vegar má telja líklegt að samskipti á framhaldsskólastigi séu öðru marki brennd heldur en á grunnskólastigi. Nemandinn og nýliðinn Barn á grunnskólaaldri er vísara með að tengjast kennara sínum, heldur en unglingur, því að þessi ár einkennast af iðjusemi og barnið vill herma eftir starfsháttum fullorðna fólksins (Erikson, 1968, 1984). Unglingurinn þarfnast hins vegar rýmis og frelsis í leit sinni að sjálfsmynd og í þeirri viðleitni sinni snýst hann oft gegn öllu yfirvaldi. Þá er félagahópurinn honum mikilvægur svo að hann geti samsamað sig honum og hlotið þar viðurkenningu (Sullivan, 1953; Erikson, 1968, 1984). Á meðan sjálfsmynd unglings- ins er í mótun gegnir félagahópurinn hlutverki hennar. Unglingurinn gerir sér far um að falla inn í hópinn og því getur fylgt að hann verði afar miskunnarlaus og grimmur í samskiptum sínum við þá sem greina sig í einhverju frá félögunum, t.d. í litarhætti, menningu og tísku (Erikson, 1984). Þessi hegðun verður ekki til af illum hug, heldur er félagahópurinn að verja sig og sjálfsmynd sína. flestir unglingar hafa öðlast hæfni til þess að sjá samskipti sín við aðra utan frá og leggja mat á þau sjónarmið sem þar koma fram (Selman, 1980; Sigrún Aðalbjarnar- dóttir og Selman, 1990). Stundum skortir töluvert á samskiptaskilning unglingsins og það gerir honum erfiðara um vik að samræma ólík sjónarmið, enda eru dæmi þess að

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.