Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 53

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 53
53 JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR, hAFDÍS INGvARSDÓTTIR sumir unglingar séu komnir styttra á veg í siðgæðisþroska en flestir jafnaldrar þeirra og hugsi fyrst og fremst um eigin hagsmuni (Kohlberg, 1976). Þegar litið er til samskipta kennara og nemenda þykir sýnt að mikill munur er á færni nýrra kennara og reyndra í að byggja upp góð samskipti (Berliner, 1992; Bre- kelmans, Wubbels og Tartwijk, 2006). Berliner (1992) hefur gert rannsókn á því sem greinir nýliða í kennslu frá mjög hæfum kennara (expert teacher). Þar kemur fram að hæfi kennarinn hefur það m.a. fram yfir nýliðann að vera mun næmari á þarfir nem- enda í kennslunni, hann er sveigjanlegri og á mun auðveldara með að skilja aðstæður í kennslustofunni. Tími og reynsla gegna mikilvægu hlutverki í þróun hæfa kenn- arans. fessler (1995) kýs að kalla fyrstu árin í starfi aðlögun (induction). Á því tímabili gengur kennarinn í gegnum aðlögunartíma; hann keppist við að fá viðurkenningu hjá nemendum, samstarfsfólki og stjórnendum og leitast við að ná fótfestu og öryggi í daglegu amstri. fyrstu árin í kennslu eru kennurum iðulega erfiðust og þau skera oft úr um hvort þeir endast í starfi (Wilhelm, Dewhurst-Savellis og Parker, 2000; Inger- soll, 2001; Ingersoll og Smith, 2003; National Education Association, 2006). Ragnhildur Bjarnadóttir (2004) hefur rannsakað hvers konar starfshæfni kennaranemar telja sig þurfa að öðlast til að verða góðir kennarar og sýna niðurstöður hennar að mikilvægt sé að leitast við að efla faglegan og persónulegan styrk kennaranema. önnur nýleg íslensk rannsókn ber að sama brunni og niðurstöður erlendra rann- sókna um reynslu nýliða í kennslu. María Steingrímsdóttir (2007) kannaði gengi ný- brautskráðra kennara á fyrsta starfsári í grunnskólum. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að nýliðar þurfi leiðsögn og stuðning í starfi ef þeim á að vegna vel. Þá þurfi leiðsögnin að fela í sér hagnýta og faglega þætti auk handleiðslu til að koma í veg fyrir það óöryggi og streitu sem upphaf kennslustarfsins kann að valda. Rannsókn sú sem hér verður fjallað um sýnir hvernig nýr kennari nýtir sér kosti starfendarannsókna til að efla faglegan og persónulegan styrk sinn í samskiptum við nemendur. Rannsóknin flestar þær spurningar sem vöknuðu hjá Jónu í upphafi kennslu tengdust nemend- um og samskiptum hennar við þá, einkum þegar á samskiptin reyndi. Því fundust henni samskiptin í skólastofunni verðugt viðfangsefni. Þá fannst henni forvitnilegt að skoða hvernig henni myndi ganga að vinna eftir starfskenningu sinni, þ.e. þeirri hugmyndafræði sem hún vildi hafa að leiðarljósi í samskiptum sínum við nemendur, og hún hafði ígrundað í kennaranáminu. Í þessu ljósi urðu til rannsóknarspurningar sem hverfðust um samskipti Jónu við nemendur og þá einkum viðbrögð hennar við óvæntum atvikum sem væru til þess fallin að hafa áhrif á þessi samskipti: Hvernig bregst ég við óvæntum atvikum í bekkjarstarfi? • Hvernig finnst mér ég þurfa að bregðast við óvæntum atvikum í bekkjarstarfi? • Hvernig vil ég bregðast við óvæntum atvikum í bekkjarstarfi?• Hann kann að vera hárfínn munurinn á tveimur síðustu spurningunum og er því vert að gera frekari grein fyrir þeim. önnur spurningin lýtur að starfskenningu Jónu,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.