Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 54

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 54
54 UMBROT þ.e.a.s. þeirri hugmyndafræði sem hún vildi hafa að leiðarljósi í samskiptum sínum við nemendur. Hins vegar snýr þriðja spurningin að vilja eða löngun hennar, sem gat vel verið í blóra við fyrrnefnda hugmyndafræði sem hún vildi tileinka sér. Til nán- ari útskýringar mætti nefna sem dæmi hugsanleg viðbrögð við ókurteisi. Kennarinn kann að bregðast við henni með þögninni einni (1), þó honum finnist að hann þyrfti að bregðast við slíku með viðeigandi athugasemd (2) en helst vildi hann jafnvel svara í sömu mynt (3). Óvænt atvik er þegar eitthvað ber út af í kennslustofunni. Atvikið þarf ekki að vera stórvægilegt heldur eitthvað sem er minnisstætt kennurum, eða nemendum. Tripp (1993) skilgreinir óvænt atvik (critical incident) sem eitthvert hversdagslegt atvik sem er ekki merkilegt í sjálfu sér heldur vegna þeirrar merkingar sem lögð er í það. Tripp telur að það geti verið gagnlegt kennurum að skoða vel óvænt atvik í kennslunni þegar þeir ígrunda starf sitt. Með þeim hætti geti kennarar þróað með sér starfskenn- ingu sem byggist á viðhorfi þeirra til kennslunnar í stað þess að reyna að heimfæra fræðilega kenningu upp á eigin reynslu. Brookfield (1995) tekur í svipaðan streng og Tripp í skilgreiningu sinni á óvæntu atviki, sem hann segir vera góðar eða vondar stundir (high/low points) í kennslunni sem eru minnisstæðar kennurum. Brookfield telur það vera jafnþarft að ígrunda góðu stundirnar sem fengu kennarann til þess að segja við sjálfan sig að um nákvæmlega þetta snerist kennslan. Gordon (2001) er meðal þeirra sem hefur fjallað um hvernig heppilegt sé að takast á við ágreining kennara og nemenda í skólastofunni. Hann telur að kennarinn þurfi að beita virkri hlustun til að komast að raun um hvað það er sem veldur ágreiningnum og sýna vilja til þess að leysa hann. virk hlustun snýst um að hlusta af athygli, hvá eða endurtaka boðin þegar svo ber undir og fá staðfestingu á að þau hafi verið skilin rétt. Slík virkni kennarans færir nemendum sönnur á því að hann hafi bæði hlustað á þá og skilið boðin. Þegar virkri hlustun er beitt kemur oft í ljós að eitthvað meira liggur að baki boðunum en það sem felst í orðanna hljóðan. Þessi starfendarannsókn beindist að Jónu sem kennara í samskiptum hennar við bekk á þriðja ári í framhaldsskóla. Í upphafi skólaárs voru nemendurnir tuttugu en um áramót voru þeir orðnir nítján. Kynjadreifingin var jöfn, tíu drengir og tíu stúlkur. Gagnaöflun stóð nánast allt skólaárið, frá 6. september 2005 fram til 17. maí 2006. Hún fór fram með dagbókarfærslum, en þar leitaðist Jóna við að fjalla um tilfinningar sínar og líðan fremur en að tína til allt það sem fram fór í kennslunni. Hún greindi þannig frá hverri kennslustund fram til áramóta en á vorönn takmarkaði hún færslurnar við óvænt atvik í samskiptum sínum við nemendurna og viðbrögð sín við þeim. Til þess að fá aðeins annað sjónarhorn á sjálfa sig í starfi tók hún upp fáeinar kennslustund- ir á myndbandstökuvél, tvöfalda kennslustund á haustönn, 15. nóvember, og tvær kennslustundir á vorönn, 27. mars, til samanburðar. Þá leitaðist Jóna við að fá fram skoðanir og viðhorf nemenda með því að leggja fyrir þá opnar spurningar á rannsókn- artímabilinu sem þeir svöruðu skriflega og nafnlaust. Markmiðið var að fá betri inn- sýn í hugarheim nemenda og geta betur sett sig í spor þeirra. Spurningar voru lagðar fjórum sinnum fyrir nemendur og voru eftirfarandi: 1) Hvað hjálpar þér í náminu? / Hvað hindrar þig í náminu? (25. október). Þessar spurningar hafði skólinn nýtt í sínum könnunum og voru því fyrir hendi. Þegar svör

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.