Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 58
58
UMBROT
ingar fyrir nemendur mína um hvað þeir teldu einkenna góð og vond samskipti milli
kennara og nemenda. Afgerandi var svarið virðing / virðingarleysi. Af átján nem-
endum kom hugtakið virðing fyrir í öllum svörum utan einu og í þrettán svörum var
nefndur skortur á virðingu eða vanvirðing við gagnstæðri spurningu. önnur hugtök
voru einnig ofarlega á blaði þótt þau kæmu ekki fyrir í sama mæli og virðingin. Það
voru hugtök á borð við tillitsemi, sanngirni og málamiðlun og andstæður þeirra, eins
og ósanngirni og tillitsleysi. Mig langaði til að taka upp umræðu í bekknum um þessi
hugtök, skilning nemenda á þeim og fá jafnvel dæmi. Það vildi svo til að á sama tíma
skrifaði ég niður hugleiðingar mínar í þessa veru og sendi ráðgjafanum sem hélt utan
um hóp okkar kennaranna sem voru að rannsaka eigið starf. Þar kemur m.a. fram
hugleiðing mín um hvernig mér líður með starfendarannsókn mína og hvaða áhrif
hún hefur á mig:
flestum stundum líður mér vel með rannsóknina en stundum miður. Hún ger-
ir það að verkum að ég er afar meðvituð um allt sem ég segi og geri. Ég er í
stöðugri sjálfsrannsókn og sjálfsgagnrýni og mér hættir trúlega til að fara offari.
Rannsóknin hefur töluverð áhrif á mig og suma daga meira en aðra: Ég á það til
að dragnast heim með stöku orð og svipmynd úr skólastofunni. Leggjast síðan
til svefns með nemendum mínum og drekka með þeim kaffi í morgunsárið. Ætli
nemendur þvælist svona um með kennara í hugskotinu?
Þessi „sambúð“ býður þó alls ekki heim neinni vanlíðan, öðru nær. Það er til-
finningin um að gera aldrei nógu vel sem vofir yfir. Hún er réttmæt þar sem ég
þykist vita að ég get ævinlega gert betur, bætt mig á einhvern hátt. En ég mun
aldrei gera nógu vel því ég er alltaf að læra, ég verð aldrei fullnuma. Þess vegna
snýst mitt „hugarstríð“ um að sætta mig við að gera eins vel og ég get hverju
sinni og læra af mistökum mínum. Eða, þegar öllu er á botninn hvolft, að sætta
mig við að vera manneskja (hugleiðing, 12. janúar).
Ráðgjafinn stakk þá að mér tillögum um spurningar til að fylgja eftir svörum nem-
enda og fá fram skilning þeirra á þessu stóra hugtaki sem virðingin er. Í byrjun
febrúar sýndi ég nemendum yfirlit yfir svör þeirra og bað þá í kjölfarið um að svara
fleiri spurningum sem lutu að upplifun þeirra á virðingu og virðingarleysi í námi og
kennslu. Allt miðaðist þetta við að ég áttaði mig betur á samskiptunum og skildi betur
þau óvæntu atvik sem upp komu í skólastofunni.
Í huga nemenda felst það í hugtakinu virðing að sýna náunganum kurteisi, hlýða á
skoðanir hans, taka mark á þeim og koma fram við hann eins og jafningja. Þessi skil-
greining nemenda endurspeglaðist einnig í næstu spurningu, sem vék að því hvernig
virðing eða virðingarleysi birtist í kennslunni. Þeim fannst virðingin koma einna helst
fram í því að nemandi og kennari hlustuðu hvor á annan og sýndu hvor öðrum til-
litsemi. Þá fannst þeim virðingarleysið birtast í því þegar ekki fengist vinnufriður í
tímum. Sumir nefndu einnig virðingarleysi á borð við að gera lítið úr öðrum, muna
ekki eftir nemendum sínum og jafnvel niðurlægja þá. Nemendur töldu virðingu hafa
góð áhrif á námsáhuga sinn og að sama skapi drægi virðingarleysi úr áhuganum.
flest svör nemenda voru á þessa lund utan eitt því þar var tekið mun sterkar til