Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 60
60
UMBROT
fjölbreyttari kennsluaðferðir. of mikil regludýrkun, ekki þarf að fara eftir náms-
áætlun algjörlega alltaf.
Þú mættir reyna að einbeita þér meira að okkur í stað þess að fara yfir endalaus
verkefni og vera stíf í að fara eftir kennsluáætlun. Það er hægt að gera námið
mun skemmtilegra. T.d. hægt að horfa á video o.fl. Annars finnst mér þú góður
kennari.
vera opnari fyrir breytingum. Hafa sjálfstæðan vilja – ekki alltaf vitna í að það
þurfi að bera efnið undir aðra kennara. vera aðeins afslappaðri – taka þessu öllu
með ró – námsáætlun má alveg klikka. Það er ekki nauðsynlegt að mæta á mín-
útunni sem hringt er inn í kennslustund. HÆTTA að láta okkur gera einhverjar
kannanir á þér… ER ÞETTA EKKI KoMIÐ GoTT?
Mér fundust svör nemenda vera á fremur vinsamlegum nótum, heiðarleg og einlæg,
og þeim mun betri gagnrýni fyrir vikið. Því var mér afar brugðið þegar ég rakst á
heldur óskemmtilegan pistil um sjálfa mig á vefsíðu bekkjarins.
Þegar hér er komið sögu lendi ég í dálitlum vandræðum því engar eru dagbók-
arfærslurnar. Það kemur einkum til af tvennu: Í fyrsta lagi að á þessum tíma taldi ég
þetta óvænta atvik ekki eiga erindi í gagnasöfnun mína því það henti mig heima í
stofu. Hin ástæðan var sú, og öllu veigameiri, að í raun langaði mig ekki til að deila
þessu óvænta atviki með nokkrum manni, og allra síst að gera það „ódauðlegt“ með
því að fjalla um það á prenti. Ég tók þetta mjög nærri mér og vildi helst að orðin hyrfu
af skjánum. Svo fór ekki, og í ljósi eftirmálans taldi ég þarft að gera þessu óvænta
atviki skil. Það sem á eftir kemur er því endurlit sem byggir einkum á minni.
Í páskafríinu leit ég inn á vefsíðu umsjónarbekkjarins og við mér blasti nafn mitt,
skrifað fullum fetum. Ég var kynnt til sögu sem formaður regludýrkendafélagsins,
þar sem væru einir tólf aðrir meðlimir. Í kjölfarið fylgdi óskemmtileg lýsing sem er svo
ómerkileg að mér finnst engin ástæða til að tíunda hana frekar. Ég var afar gáttuð að
sjá hver skrifaði sig fyrir þessum orðum en ég hefði svo sem ekki getað trúað því upp
á neinn nemanda minn. Engu að síður höfðu nokkrir þeirra gert athugasemdir við
þessi skrif og fannst þau augljóslega sniðug. Mér var nokkuð ljóst að nemendur mínir
hafa vart ætlað mér að sjá þessi skrif og fannst mér sumpart eins og ég væri að ráðast
inn í vígi þeirra. Þetta olli mér nokkrum heilabrotum. Nei, það er ekki satt. Þetta olli
mér andvökunóttum og miklu tilfinningastríði.
Þegar ég skoðaði betur skömmina á skjánum rak ég augun í dagsetninguna á blogg-
færslunni, hún var skrifuð þriðjudaginn 4. apríl, eða tveimur dögum áður en ég bað
nemendur mína um ráð. Mánudaginn 3. apríl hafði ég lagt próf fyrir bekkinn. Tveir
nemenda minna mættu ekki í það próf, en ég hafði séð þá tilsýndar þegar ég var á
leið inn í stofuna. Þeir gengu á móti mér en sneru báðir við um leið og þeir sáu mig
og hröðuðu sér inn í nærliggjandi stofu. Daginn eftir skrifaði annar þeirra þennan
óskemmtilega texta.
Ég velti því fyrir mér hvernig ég ætti að bregðast við. Auðvitað segja nemendur
ýmislegt óskemmtilegt um kennarana við félaga sína, ég hafði svo sem heyrt sitthvað
útundan mér. Ég gat hins vegar ekki látið þetta eiga sig, þessi skrif lágu á mér eins og