Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 61

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 61
61 JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR, hAFDÍS INGvARSDÓTTIR mara. Eftir langa umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að ég yrði að bregðast við. Rök mín voru þau að ég þyrfti að bregðast við, m.a.s. væri það æskilegt samkvæmt t.d. eineltisáætlun olweus (2005) sem ég kynntist aðeins í kennslufræðinni. Það varð úr að ég talaði einslega við nemandann sem átti hlut að máli, og bað hann um að fjarlæga óhróðurinn af Netinu. Ég bætti því við að auðvitað réði ég engu um það, en mér þætti þetta ekki eiga erindi á Netið heldur væri því miklu fremur beint til mín eða skólastjórnenda ef svo bæri undir. „Ekkert mál“ var svarið sem ég fékk og skömmin var horfin af skjánum um kvöldið. Eftir þetta óvænta atvik mannaði ég mig upp í að sýna bandamanni mínum vefsíðu bekkjarins og var hann jafn uppörvandi og hvetjandi sem endranær: Bandamaður minn benti mér á að þarna hefði farið eitthvað af stað sem mér hafði ekki tekist að snúa mér í vil. Þá benti hann mér enn og aftur á að ég væri nýliði og að nýir kennarar lentu ávallt í einhverju. Það kom mér á óvart, en rök- rétt þegar ég hugsa um það. Ég hefði heldur haldið að ég væri búin að vera svo stutt í starfi að slíkar uppákomur væru ótímabærar. Þá nefndi hann dæmi af fyrstu árum kennara við skólann og einnig glímu reyndra kennara við erfiða bekki. Sömuleiðis að námsefnið væri afar erfitt og að sjálfum hefði honum ekki tekist að vekja áhuga sinna nemenda á því (dagbók, 25. apríl). Mér finnst gaman að segja frá því að tæpu ári eftir þetta „óvænta atvik“ hafði ég að- eins meira af þessum sama nemanda að segja. Á svonefndum þemadögum skólans voru ýmiss konar örnámskeið í boði. Ég ákvað að freista þess að bjóða upp á námskeið í skapandi skrifum. Þar sem úrval námskeiðanna var mikið og fjölbreytilegt kom mér það ekki á óvart þó að mitt ágæta framlag yrði dálítið útundan en þó skráðu sig einir sjö nemendur, svo að ég fékk að spreyta mig. Á meðal þátttakenda var minn ágæti, og sumpart óforskammaði, fyrrum nemandi og gat ég ekki betur fundið en að það færi vel á með okkur. Hér á eftir verða raktir þeir meginþræðir eða þemu sem greina má í frásögninni. Meginþræðir Óvænt atvik Þau atvik sem áttu sér stað á þessum fyrsta vetri mínum í kennslu voru hvorki stór- vægileg né mjög merkileg í sjálfu sér. Atvikin voru hins vegar óvænt fyrir mér, vegna þeirrar merkingar sem ég lagði í þau (Tripp, 1993). víst átti ég margar „góðar stundir“ í kennslu (Brookfield, 1995) og fór oft vel á með mér og nemendum mínum, a.m.k. yfirgaf ég skólastofuna uppfull af ánægju og gleði eftir samstarfið. „Góðum stundum“ fækkaði hins vegar eftir því sem á leið veturinn og óánægjuraddir nemenda urðu háværari. vissulega var þar aðdragandi sem ég kom ekki strax auga á og kunni jafn- vel ekki að bregðast við. Mig skorti þá innsýn sem afar hæfur kennari (Berliner, 1992) hefur öðlast af reynslu sinni til þess að snúa við þróun mála, sér í vil. Ég leitaðist við að þræða það einstigi í kennslu að byggja upp góð samskipti við nemendurna sam- fara því að halda uppi góðum aga. Það reyndist mér ofviða. Mér sýnist ég hafa farið öfganna á milli, verið ýmist eftirlátur eða skipandi kennari, og jafnvel hvort tveggja í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.