Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 63
63
JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR, hAFDÍS INGvARSDÓTTIR
skólastofunni (Watson og Ecken, 2003). Hins vegar kunna slíkar áherslur að horfa
öðruvísi við nemendum á framhaldsskólastigi en á grunnskólastigi. Unglingnum er
mikið í mun að öðlast sess í jafningjahópnum sem hann vill samsama sig með og
hljóta viðurkenningu hjá. Þá er ekki óalgengt að unglingurinn snúist gegn foreldrum
sínum og öðru yfirvaldi (Erikson, 1968, 1984). Anga af slíkri uppreisn kann vel að sjá
stað í hörðum andmælum við reglum og venjum skólans sem og í gildishlöðnu orða-
vali. Ummælin um mig inni á vefsíðu nemenda eru prýðilegt dæmi um andspyrnu
nemandans við regluveldinu. Þá er næsta víst að hann hefur lítið leitt hugann að til-
finningum mínum eða líðan þegar hann samdi pistilinn. Umræddur nemandi sýndi
að hann væri góður námsmaður og ágætlega greindur, þ.e. vitsmunaþroski hans var
með ágætum. Af þessu tiltekna athæfi hans má hins vegar draga þá ályktun að hann
hafi hugsanlega verið staddur á þeim stað í félags- og siðgæðisþroska að vera fyrst
og fremst upptekinn af sjálfum sér og því hvernig hann kæmi félögum sínum fyrir
sjónir.
Hvað gildishlaðið orðaval snertir, þá tók ég dæmi hér að framan um einn af nem-
endum mínum sem tók býsna sterkt til orða í svari við einni spurningunni sem ég
lagði fyrir nemendurna. Í annað sinn var svar hans af allt öðrum toga og engu líkara
en um tvo ólíka nemendur væri að ræða, en ég vissi betur. Ólík svör nemandans eru
ennfremur prýðilegt dæmi um dagsform, þ.e.a.s. svörin eru ekki síst til marks um líð-
an nemandans og skoðanir þann daginn sem spurningarnar eru lagðar fyrir.
Í hnotskurn
Í ljósi framangreindrar umræðu vil ég leitast við að draga saman svörin við þeim
rannsóknarspurningum sem lagt var upp með. fyrsta spurningin var: Hvernig bregst
ég við óvæntum atvikum í bekkjarstarfi? Mér sýnist ég bregðast við af nokkru óöryggi og
það veldur stífni og ósveigjanleika í samskiptum; í vafamálum vil ég hafa samráð við
samkennara mína og ég nefni t.d. kennsluáætlun til þess að útskýra fyrir nemendum
hvers vegna hlutirnir eru á einn veg frekar en annan. önnur spurningin var: Hvernig
finnst mér ég þurfa að bregðast við óvæntum atvikum í bekkjarstarfi? Ég tel mig þurfa að
vera duglegri að beita virkri hlustun í samræðum mínum við nemendur svo að ég
verði næmari á þarfir þeirra; ég þarf að heyra hvað býr að baki orðum nemendanna
til þess að geta brugðist við á réttum forsendum. Ég tel að lykillinn sé virk hlustun
því að með henni færi ég athyglina frá sjálfri mér og yfir á nemendur mína. Loks var
þriðja spurningin: Hvernig vil ég bregðast við óvæntum atvikum í bekkjarstarfi? Ég vil vera
afslappaðri í samskiptum mínum við nemendur og bregðast við af meira öryggi en
áður.
loKaorð
Í þessari grein hef ég leitast við að greina heiðarlega og einlæglega frá reynslu minni
af samskiptum við nemendur. Ég vildi leitast við að skilja betur samskipti mín við
nemendurna og þróa þau til betri vegar, sem er meginmarkmið starfendarannsókna
(Hafþór Guðjónsson, 2008b). Starfendarannsóknin gerði mér kleift að verða mun vísari um hverju væri ábótavant í samskiptum mínum við nemendur en það er vissu-