Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 77
77
vALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR
Tafla 1 – Faglegt sjálfstraust – þáttagreining íslenskrar þýðingar spurningalista.
(vogtölur snúinnar lausnar) Bekkjar- Kennsla Hvatning
stjórnun
I. Bekkjarstjórnun I. II. III.
Hversu mikið geturðu haft stjórn á truflandi hegðun í bekk? 0,84 0,08 0,10
Hversu vel geturðu haldið bekkjarstjórnun ( jákvæðum vinnuaga)? 0,80 –0,01 0,26
Hversu mikið geturðu róað nemanda sem er truflandi
eða hávaðasamur? 0,77 0,18 0,10
Hvað finnst þér þú geta gert til að fá nemendur til að fylgja reglum? 0,65 0,25 0,19
II. Kennsla
Hversu mikið geturðu notfært þér mismunandi kennsluaðferðir inni í bekk? 0,09 0,81 –0,02
Hversu mikið geturðu notað mismunandi matsaðferðir? –0,01 0,71 0,18
Hversu mikið geturðu aðstoðað foreldra við að hjálpa börnunum að ná árangri? 0,29 0,59 0,04
Í hvaða mæli geturðu búið til gagnleg viðfangsefni fyrir nemendur? 0,13 0,47 0,31
Hversu mikið geturðu útskýrt eða gefið dæmi þegar nemendur skilja ekki? 0,08 0,41 0,36
III. Hvatning
Hversu mikið geturðu glætt trú nemenda á að þeir geti staðið sig vel? 0,04 0,14 0,84
Hversu mikið geturðu hjálpað nemendum til að skilja gildi náms? 0,30 0,05 0,74
Hversu mikið geturðu glætt áhuga nemenda sem eru áhugalitlir? 0,22 0,21 0,65
Undantekning er spurningin „Hversu mikið geturðu aðstoðað foreldra við að hjálpa
börnunum að ná árangri?“, sem hjá höfundum er hluti af þættinum hvatning. Í þessari
rannsókn er hún hluti af þættinum kennsla og hleður ekkert á hvatningarþáttinn.
Tafla 2 – Faglegt sjálfstraust – lýsandi tölfræði þáttagreiningar.
Íslensk rannsókn Bandarísk rannsókn
Fjöldi M sf Fjöldi M sf
TSES – heild 7,2 7,1
Bekkjarstjórnun 181 7,4 1,0 410 6,7 1,2
Kennsla 174 7,3 0,9 410 7,3 1,2
Hvatning 182 6,8 0,9 410 7,2 1,2
Í töflu 2 má sjá samanlagt meðaltal listans ásamt meðaltali hvers undirþáttar og stað-
alfráviki. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru bornar saman við upplýsingar
höfunda kemur í ljós að íslensku tölurnar eru eilítið frábrugðnar þeim bandarísku.
Meðaltöl kennslu og bekkjarstjórnunar eru hærri í þessari rannsókn en meðaltal hvatn-
ingar er lægra. Staðalfrávik eru öll heldur minni í þessari rannsókn.