Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 82

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 82
82 FAGLEGT S JÁ LFSTRAUST GRUNNSKÓLAKENNARA því að niðurstöður um þáttinn hlutgervingu eru með talsvert öðrum hætti í íslenskum rannsóknum (Anna Þóra Baldursdóttir, 2000; Anna Þóra Baldursdóttir og valgerður Magnúsdóttir, 2007b) en erlendum. Geta má þess að svipuð niðurstaða fékkst í rann- sókn sem Rúnar Helgi Andrason og Sigurður Rafn A. Levy gerðu meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga (1992). Sjö af alls 11 heilsufarsþáttum Leiter og Maslach sýna fylgni við kulnun, þar af sex þeirra við tilfinningaþrot, fimm við hlutgervingu og einn við starfsárangur. Gildis- mat er þannig eini heilsufarsþátturinn sem hefur fylgni við alla undirþætti kulnunar og hefur einnig fylgni við bekkjarstjórnun og kennslu. Það má því draga þá ályktun að þegar gildismat kennara hefur góðan samhljóm við gildismat skólans og skóla- samfélagsins gefi það gott faglegt sjálfstraust og vinni vel á móti kulnun. Það vekur athygli að engin fylgni fannst við fjóra af heilsufarsþáttunum í spurningalista Leiter og Maslach, sem eru forræði, sanngirni, breytingar og þróun færni (er þeirra því ekki getið í töflu 5). Því má freistast til að álíta að þessir þættir skipti hvorki máli fyrir faglegt sjálfstraust né kulnun. fylgni heilsufarsþáttanna í heild sinni er mun meiri við kulnun en við faglegt sjálfstraust. Þegar þátttakendur voru spurðir um álag í starfi nefndu flestir vinnuálag og tíma- skort, og því vekur það undrun rannsakenda að niðurstöður spurninga um vinnuálag í framangreindum spurningalista Leiter og Maslach skuli ekki sýna marktæka fylgni við faglegt sjálfstraust en aðeins við kulnunarþáttinn tilfinningaþrot (Anna Þóra Bald- ursdóttir og valgerður Magnúsdóttir, 2007b). Kennarar hafa tilhneigingu til að vilja kenna á þeim sviðum þar sem þeir hafa gott faglegt sjálfstraust en síður þar sem þeir hafa minni trú á sjálfum sér, og það er bæði mikilvægt fyrir nemendur og skólastjórnendur að svo sé. Því þarf að hlusta eftir því sem kennararnir segja, þannig að þeir starfi sem mest þar sem þeir eru sterkastir og gera best. Einnig þarf að veita þeim nauðsynlegan stuðning til að byggja upp faglegt sjálfstraust í byrjun og þegar þeir skipta um vettvang á einhvern hátt, fag, vinnustað, aldurshóp o.s.frv., eins og áður er nefnt. Í niðurstöðum rannsóknar þessarar koma þannig fram greinilegar vísbendingar um að faglegt sjálfstraust skipti verulegu máli fyrir tilfinningu kennara fyrir starfs- árangri sínum og líðan þeirra í starfi. Í því felast skýr skilaboð til skólastjórnenda um að skapa styðjandi og hvetjandi skólasamfélag (sbr. Goddard, o´Brien og Goddard 2006) og fylgja ábendingum Bandura (1997) um það hvernig best er að stuðla að því að faglegt sjálfstraust kennara verði til. Jafnframt eru þessar niðurstöður skilaboð til kennara um ríkari ábyrgð á eigin starfi og starfsþróun, sbr. Woolfolk Hoy og Burke Spero (2005). Í almennri þjóðmálaumræðu nefna kennarar gjarnan stærð bekkja, blöndun nem- enda í bekki og margvísleg verkefni sem þeim eru falin önnur en bein kennsla sem ástæður fyrir erfiðleikum í starfi. Það kom því á óvart að þessi atriði skyldu ekki sýna áhrif varðandi faglegt sjálfstraust eða kulnun. Niðurstöður rannsóknar þessarar sýna að margvíslegir þættir í starfsumhverfi grunnskólakennara hafa áhrif á hvernig þeim líður í starfi. Staðfestir rannsóknin þannig þær tilgátur sem höfundar fóru af stað með, að í starfsumhverfinu megi finna slík áhrif og síðan megi nýta þá vitneskju til að bæta líðan kennaranna. Það á við bæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.