Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 91

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 91
91 G U Ð M U N D U R h E I ÐA R FR Í M A N N S SO N og ígrundun þróist sjónarhorn kennara frá staðbundnu sjónarhorni yfir í samþætt og aðstæðubundið sjónarhorn. Það sem átt er við með þessum lýsingum á ólíku sjón- arhorni kennaranna er að í upphafi er líklegt að kennarar tengi markmið sín fyrst og fremst við bekkinn en með reynslu og ígrundun setji þeir markmið sín frekar í sam- hengi við víðari markmið fyrir nemendur, til dæmis að þeir skilji betur hagsmuni og líðan annarra að lokinni skólagöngunni. Í líkaninu er gengið að því vísu að þetta sé til marks um aukinn þroska. fimmti og næst síðasti hluti bókarinnar er um borgaravitund og lýðræðisþjóðfélag á nýrri öld. Sigrún gerir grein fyrir því að uppi hafa verið áhyggjur um áhugleysi ungs fólks á stjórnmálum. En viðbrögð við því hafa verið aukin kennsla í skólum um lýðræði, þjálfun í skólum í lýðræðislegum vinnubrögðum og efling lýðræðislegrar hæfni. Hún rekur rannsóknir sínar á borgaravitund og fjölmenningarkennslu og teng- ingu þeirrar rannsóknar við rannsóknina á fagmennsku og uppeldis- og menntunar- sýn kennara. Sigrún fjallar svolítið um þátttöku ungs fólks í samfélagsþjónustu sem einn þátt í að þróa og þroska skuldbindingu þeirra við eigið samfélag og um leið að styrkja hæfni þeirra til að setja sig í spor annarra. Í sjötta og síðasta hluta bókarinnar eru þræðirnir dregnir saman og leitast við að átta sig á þeim lærdómum sem draga má fyrir skólastarf af þeim rannsóknum sem raktar hafa verið. Það er engum blöðum um það að fletta að bók Sigrúnar er umtalsverð tíðindi í fræðaheimi íslenskra menntavísinda. Það koma fram nýjar uppástungur og niðurstöð- ur í bókinni en stærstur hluti hennar er lýsing á niðurstöðum rannsókna sem áður hafa birst. En það sem er fyrst og fremst nýtt er yfirlitið sem fæst með bókinni, sýnin yfir eininguna og fjölbreytnina í rannsóknum höfundar. En þótt höfundi hafi tekist vel með bókina er það ekki svo að spurningar vakni ekki við lesturinn. Ég ætla að rekja í lokin nokkur atriði sem ég tel ástæðu til að velta fyrir sér og spyrja sig frekar um. fyrsta atriðið er upplegg bókarinnar, hvernig hún er hugsuð af höfundi. Sigrún leggur sig fram um að skrifa læsilegan texta án þeirra fræðilegu tækja sem venjulega fylgja fræðilegum skrifum. Ég á ekki við tilvísanir því að þær eru ítarlegar og afar sam- viskusamlega unnar. Það sem ég á við er að lesandi getur ekki á grundvelli þess texta sem er í bókinni metið sjálfur hvort hann telur nægileg rök til þeirra ályktana sem þar eru settar fram. Hann verður í rauninni að taka höfund trúanlegan eða skoða þær greinar sem Sigrún hefur birt í fræðilegum bókum og tímaritum þar sem ályktanirnar eru rökstuddar af meiri nákvæmni og smásmygli. Ég held að Sigrún hefði átt að hafa meira af fræðilega verkinu með í bókinni. Hún hefði þá gert meiri kröfur til lesenda sinna en bókin hefði um leið fengið meiri fræðilega þyngd. Næsta atriði sem ég vildi nefna varðar eitt af sterkustu einkennum höfundarins í bókinni. Það er sannfæring- arkrafturinn, Sigrún er stöðugt að hvetja til dáða. Þetta er eitt af viðkunnanlegustu einkennum bókarinnar en um leið eitt af því sem ástæða er til að hugsa svolítið frekar um. Ástæða þess að ég nefni þetta er sú að mér virðist frekar þörf á opnum huga og hlutleysi í leit að skilningi en sterkum áhuga til að breyta skólastarfi. Því lengur sem ég hugleiði skóla, innviði þeirra, starf og tengsl við samfélag því flóknari virðist mér þeir vera og því meiri þörf á að reyna að skilja þá áður en leitast er við að breyta skóla- starfinu. Þetta er ekki sagt til að draga í efa ýmsar tillögur Sigrúnar því að mér virðast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.