Fréttablaðið - 16.01.2010, Side 59

Fréttablaðið - 16.01.2010, Side 59
Leikrit fyrir börn og fullorðna Framboð af leikritum fyrir börn hefur verið gott í vetur. Nú er verið að sýna þó nokkur leikrit sem henta börnum á ýmsum aldri, sum eru góð fyrir þau yngstu á meðan sum eru ætluð fullorðnum en henta vel allri fjölskyldunni. Hér er yfirlit yfir leikritin sem eru í gangi. Sindri silfurfiskur Í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu er verið að sýna leikritið um Sindra silfurfisk og hina félaga hans í undirdjúpunum. Þetta er stutt og falleg sýning sem hentar yngstu áhorfendunum svo sannarlega. Sýningin er stutt og án hlés. Söngvaseiður Sýningin um Maríu og Von Trapp-fjölskyld- una er frábær fyrir börn enda leika börn stórt hlutverk í sýning- unni. Óhætt er að fara með allt frá fimm ára börnum á þessa sýningu, en hún er rúmur tveir og hálfur tími þannig að hún reynir aðeins á. Söngvaseiður er sýndur i Borgarleikhúsinu. Ólíver Ólíver! er einn vinsælasti söngleikur allra tíma, byggður á sígildri skáldsögu Charles Dickens um munaðarlausa drenginn Ólíver Tvist sem dirfðist að biðja um meira að borða! Sýnd í Þjóðleikhúsinu og verður örugglega vinsæl hjá fjölskyldum. Bláa gullið Trúðarnir halda í rannsóknarleiðangur um undraheima vatnsins sem endalaust er hægt að skoða, undrast og skemmta sér yfir. Ragnhildur Gísladóttir tónlistar- maður og Gjörningaklúbburinn skapa sýningunni töfrandi umgjörð með nýstárlegri hljóð- og sviðsmynd. Sýningin er fræðandi og forvitnileg fyrir pælandi unglinga, en fyrst og fremst bráðskemmtileg trúðasýning fyrir alla fjölskylduna. Harry & Heimir Sýning Spaugstofu- snillinganna hefur verið kölluð prýðileg fjölskylduskemmtun. Hún er sýnd í Borgarleikhúsinu og hefur notið mikilla vinsælda. Væntanlegar Auk Skoppu og Skrítlu eru væntanlegar á fjalirnar nokkrar sýningar sem munu eflaust slá í gegn hjá börnum. Í lok mánaðarins verður sýningin Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks frumsýnd en hún skartar Sveppa í aðalhlutverki og með honum á sviðinu er Orri Huginn Ágústsson sem er áhorfendum góðkunnugur úr Pressunni í sjónvarpinu. Sýningin byggir á barnaplötu Gísla Rúnars Algjör sveppur frá árinu 1978 sem er löngu orðin sígild. Í mars verður svo frumsýnd sýningin Gauragangur um unglinginn Orm Óðinsson og vini hans en hún var sýnd við miklar vinsældir í upphafi tíunda áratugarins. LEIKHÚS RÉTTI ALDURINN Mjög misjafnt er hvenær börn eru tilbúin til að fara í leikhús. Tilvalið er að fara í fyrsta skipti á stutta smábarna- sýningu. þá venjast börnin leikhúsheiminum og eiga síður í erfiðleikum með leiksýningu í fullri lengd.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.