Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2010, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 16.01.2010, Qupperneq 59
Leikrit fyrir börn og fullorðna Framboð af leikritum fyrir börn hefur verið gott í vetur. Nú er verið að sýna þó nokkur leikrit sem henta börnum á ýmsum aldri, sum eru góð fyrir þau yngstu á meðan sum eru ætluð fullorðnum en henta vel allri fjölskyldunni. Hér er yfirlit yfir leikritin sem eru í gangi. Sindri silfurfiskur Í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu er verið að sýna leikritið um Sindra silfurfisk og hina félaga hans í undirdjúpunum. Þetta er stutt og falleg sýning sem hentar yngstu áhorfendunum svo sannarlega. Sýningin er stutt og án hlés. Söngvaseiður Sýningin um Maríu og Von Trapp-fjölskyld- una er frábær fyrir börn enda leika börn stórt hlutverk í sýning- unni. Óhætt er að fara með allt frá fimm ára börnum á þessa sýningu, en hún er rúmur tveir og hálfur tími þannig að hún reynir aðeins á. Söngvaseiður er sýndur i Borgarleikhúsinu. Ólíver Ólíver! er einn vinsælasti söngleikur allra tíma, byggður á sígildri skáldsögu Charles Dickens um munaðarlausa drenginn Ólíver Tvist sem dirfðist að biðja um meira að borða! Sýnd í Þjóðleikhúsinu og verður örugglega vinsæl hjá fjölskyldum. Bláa gullið Trúðarnir halda í rannsóknarleiðangur um undraheima vatnsins sem endalaust er hægt að skoða, undrast og skemmta sér yfir. Ragnhildur Gísladóttir tónlistar- maður og Gjörningaklúbburinn skapa sýningunni töfrandi umgjörð með nýstárlegri hljóð- og sviðsmynd. Sýningin er fræðandi og forvitnileg fyrir pælandi unglinga, en fyrst og fremst bráðskemmtileg trúðasýning fyrir alla fjölskylduna. Harry & Heimir Sýning Spaugstofu- snillinganna hefur verið kölluð prýðileg fjölskylduskemmtun. Hún er sýnd í Borgarleikhúsinu og hefur notið mikilla vinsælda. Væntanlegar Auk Skoppu og Skrítlu eru væntanlegar á fjalirnar nokkrar sýningar sem munu eflaust slá í gegn hjá börnum. Í lok mánaðarins verður sýningin Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks frumsýnd en hún skartar Sveppa í aðalhlutverki og með honum á sviðinu er Orri Huginn Ágústsson sem er áhorfendum góðkunnugur úr Pressunni í sjónvarpinu. Sýningin byggir á barnaplötu Gísla Rúnars Algjör sveppur frá árinu 1978 sem er löngu orðin sígild. Í mars verður svo frumsýnd sýningin Gauragangur um unglinginn Orm Óðinsson og vini hans en hún var sýnd við miklar vinsældir í upphafi tíunda áratugarins. LEIKHÚS RÉTTI ALDURINN Mjög misjafnt er hvenær börn eru tilbúin til að fara í leikhús. Tilvalið er að fara í fyrsta skipti á stutta smábarna- sýningu. þá venjast börnin leikhúsheiminum og eiga síður í erfiðleikum með leiksýningu í fullri lengd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.