Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 12
12 30. september 2010 FIMMTUDAGUR
LANDSDÓMUR: Viðbrögð Atla Gíslasonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
Atli Gíslason, formaður þing-
mannanefndarinnar um rann-
sóknarskýrsluna, segir að sak-
sóknari og varasaksóknari í máli
Alþingis gegn Geir H. Haarde
verði valinn eftir helgi. „Það er
auðvitað búið að tala við fólk en
það er ekkert afráðið. Það koma
ýmsir til greina,“ segir Atli.
Hann segir miður að gagnmerk
skýrsla sem rannsóknarnefnd-
in vann um það sem betur mætti
fara í stjórnsýslunni hafi fallið í
skuggann af málshöfðunartillög-
unni. Það sama megi segja um
þingsályktunina sem var í kjöl-
farið samþykkt einróma á þingi.
„Þegar fram í sækir mun skýrslan
– og þingsályktunin – vekja meiri
athygli, því hún er framtíðarsýn
Alþingis. Hún er það sem stendur
upp úr í þessu. Þar er tekið fast á
hlutum og rýnt til gagns,“ segir
Atli.“
Meðal annars af þessum sökum
svíði sú gagnrýni sem hann, og
aðrir sem störfuðu fyrir nefnd-
ina, hafi þurft að sæta, meðal ann-
ars frá Jóhönnu Sigurðardóttur og
Geir H. Haarde, sem sagði meðal
annars að svo virtist sem pólit-
ískir óvitar hefðu tekið þátt í að
semja ákærurnar á hendur ráð-
herrum.
„Ummæli um að maður hafi
beitt pólitískum aðferðum en ekki
málefnalegum eru mjög ómak-
leg,“ segir Atli. „Ég hef unnið
þetta algjörlega eftir lögfræði-
legum aðferðum og notið aðstoð-
ar mjög góðra sérfræðinga. Svo
er látið að því liggja að maður sé
í einhverjum hernaði og hefnd og
öðru slíku. Allt dæmir þetta sig
sjálft. Ég vil ekki fara niður á
þetta plan.“
Atli er á leið í nokkurra vikna
launalaust leyfi frá og með 1.
október. „Ég hef ekki tekið mér
frí í bráðum níu mánuði. Þetta
er búið að vera mjög strembið og
hefur reynt bæði á mig og mína
fjölskyldu,“ segir hann. - sh
Atli Gíslason segir ýmsa koma til greina til að sækja mál á hendur Geir Haarde:
Saksóknari valinn eftir helgi
DAPURLEGT Ingibjörg Sólrún segist leyfa sér að trúa því að þingmenn sem greiddu
því atkvæði að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi hafi ekki áttað sig á því
inn á hvaða braut þeir hafi verið að fara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Niðurstaða meirihluta Alþingis um
að höfða beri mál á hendur Geir H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra, er pólitísk ákæra sem á sér
pólitískar rætur, segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi
utanríkisráðherra og formaður
Samfylkingarinnar.
„Mér finnst felast í þessari nið-
urstöðu pólitísk uppgjöf. Það er
eins og þingmenn telji að hægt sé
að gera upp flókin pólitísk álita-
efni með útgáfu ákæru,“ segir
Ingibjörg Sólrún.
Hún segir ákvarðanir stjórn-
málamanna alltaf byggjast á mati á
aðstæðum. Það mat reynist stund-
um rangt, og ákvarðanir stjórn-
málamanna orki alltaf tvímælis.
Þess vegna eigi að takast
á við þau mál á vettvangi
stjórnmálanna, ekki inni
í réttarsal.
„Ég er þeirrar skoð-
unar að það hafi ekki átt
að ákæra neinn, og þess
vegna er alls ekki ásætt-
anlegt að Alþingi hafi
ákveðið að ákæra skuli
Geir einan,“ segir Ingi-
björg.
Hún bendir á að ákær-
an byggi á því að Geir
hafi vísvitandi eða af
stórkostlegu hirðuleysi
ekki gætt hagsmuna
almennings og þar með
valdið stórfelldu tjóni.
Það fái ekki staðist. Ákæruatrið-
in séu svo óljós að útilokað sé að
Geir verði sakfelldur á grundvelli
þeirra.
Ingibjörg gagnrýnir þingmenn
harðlega fyrir að hafa ekki séð
ástæðu til að ræða bréf sem hún
sendi öllum þingmönnum þar sem
ákæruatriðunum var andmælt.
„Þeir vildu ekki heyra það sem við
höfðum fram að færa, þeir voru
búnir að ákveða hver niðurstaðan
ætti að vera. Þess vegna var þetta
pólitísk ákvörðun.“
Ingibjörg tekur fram að með
þessu sé hún ekki að segja að sér
og öðrum ráðherrum í ríkisstjórn
Geirs hafi ekki orðið á mistök.
Á því beri þau pólitíska ábyrgð
og bæði hún og Geir hafi axlað
þá ábyrgð. Það sé rangsleitni að
ákæra Geir fyrir landsdómi.
„Ég óttast að ákæran eigi eftir
að skapa hatursfullt andrúmsloft
á Alþingi. Þingmenn sem studdu
tillöguna og beittu Geir þessari
rangsleitni eiga ekki annan kost
en að forherðast í afstöðu sinni.
[...] Það mun skapa eitrað pólitískt
andrúmsloft á Íslandi.“
Spurð hvort hún sé fegin að ekki
hafi verið samþykkt að höfða mál á
hendur henni segir Ingibjörg: „Það
er ekki sú tilfinning sem er mér
efst í huga. Ég upplifði engan sér-
stakan feginleika og enga sérstaka
ánægju í gær [á þriðjudag] af því
mér fannst þetta fyrst og fremst
mjög dapurlegt.“
Spurð um þá þing-
menn sem greiddu því
atkvæði sitt að ákæra
Geir og hana sjálfa segir
Ingibjörg: „Ég vil leyfa
mér að trúa að þeir hafi
ekki áttað sig á því inn á
hvaða braut þeir voru að
fara.“
Ingibjörg segist afar
ósátt við frammistöðu
Steingríms J. Sigfús-
sonar, formanns Vinstri
grænna, og annarra þing-
manna þess flokks. „Ég
held að þetta hafi verið
flokkspólitísk ákvörð-
un hjá þeim að fara inn
í þetta ferli. Því hlýtur formaður-
inn að stýra.“
Hún segir að ekki þurfi að
gera annað en að horfa á hvern-
ig atkvæði þingmanna Samfylk-
ingarinnar hafi fallið til að sjá að
þar hafi ekki verið mörkuð flokks-
pólitísk stefna heldur ákvörðunin í
höndum hvers og eins þingmanns.
Hún geti tekið undir skynsam-
leg orð Jóhönnu Sigurðardóttur í
umræðum um málið á Alþingi.
Pólitísk upp-
gjöf Alþingis
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ákvörðun Alþingis
um að höfða mál á hendur Geir H. Haarde sprottna
af pólitískum rótum. Ákæruatriðin séu svo óljós að
engar líkur séu á sakfellingu. Hún segir að ákæran
muni eitra pólitískt andrúmsloft á Íslandi.
Ég óttast að
ákæran eigi
eftir að skapa
hatursfullt
andrúmsloft á
Alþingi.
INGIBJÖRG SÓL-
RÚN GÍSLADÓTTIR
FYRRVERANDI
FORMAÐUR
SAMFYLKINGAR-
INNAR
Dagskrá
09.00 Skráning.
09.30 Formaður Landssambandsins – Drífa Hjartardóttir, setur fundinn.
Formaður Sjálfstæðisflokksins – Bjarni Benediktsson, ávarpar þingið.
10.00 - 10.20 Skuldavandi íslenskra heimila – Ásta Sigrún Helgadóttir,
umboðsmaður skuldara.
10.30 - 10.55 Úrræði stjórnvalda – Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður.
11.00 - 11.20 Hagsmunir heimilanna – Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður.
11.20 - 11.45 Leitin að lausnum – Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
12.00 - 13.30 Hádegisverður í Hlégarði
Í hádeginu kynna mosfellskar athafnakonur sig og verk sín.
13.30 - 14.30 Staða efnahagsmála, stefna Sjálfstæðisflokksins
– Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
14.30 - 14.45 Tækifæri í kreppu, nýsköpun í íslenska hagkerfinu
– Áslaug Friðriksdóttir, varaborgarfulltrúi og framkvæmdastjóri.
14.45 - 15.10 Nýting auðlinda – Jón Gunnarsson, alþingismaður.
15.10 - 15.30 Fjármögnun íslenskra fyrirtækja – Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir,
fjárfestingarstjóri hjá Arev verðbréfafyrirtæki.
16.30 Sjálfstæðiskonur í Mosfellsbæ bjóða í móttöku á Gljúfrasteini.
19.00 Glæsilegt hlaðborð í Hlégarði. Veislustjóri Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Hátíðarræðu kvöldins flytur Brynhildur K. Andersen, húsmóðir í stjórn LS.
Edda Borg Ólafsdóttir syngur við undirleik Illuga Gunnarssonar
alþingismanns.
Sjálfstæðisflokkurinn
Fundarstjórar: Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og Herdís Sigurjónsdóttir,
bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. Þinggjald: 1.500 kr. Skráning: xd@xd.is og í síma 515 1700.
Haustþing Landssambands sjálfstæðiskvenna,
laugardaginn 2. október í Hlégarði, Mosfellsbæ
Byggjum upp
til framtíðar
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
Svo er látið að því liggja að maður
sé í einhverjum hernaði og hefnd
og öðru slíku. Allt dæmir þetta sig sjálft. Ég
vil ekki fara niður á þetta plan.
ATLI GÍSLASON
FORMAÐUR ÞINGMANNANEFNDARINNAR