Fréttablaðið - 30.09.2010, Síða 45
FIMMTUDAGUR 30. september 2010 5
Tískuheimurinn tók andköf þegar tvær af
helstu tískufyrirmyndum Evrópu, Victor-
ia krónprinsessa Svíþjóðar og Carla Bruni-
Sark ozy, forsætisráðherrafrú Frakka, hittust í
Frakklandi á dögunum og evrópskir tískuvef-
miðlar gerðu meðal annars kannanir meðal
lesenda sinna hvor þeirra væri betur klædd.
Sumir nefndu að Victoria og Carla hefðu skipt
um hlutverk þar sem Victoria skartaði „Cörlu-
legum“ kjólum, í klassískum sniðum og litum
og Carla hefði farið í fataskápinn hennar Vict-
oria og fengið þar drottningarlega dragt að
láni.
Kunnugir vita þó að ekki er hægt að saka
Victoriu um að stela stíl Cörlu Bruni en Vict-
oria hefur þróað með sér mjög persónulegan og
fágaðan stíl undanfarin ár.
juliam@frettabladid.is
Victoria heillaði Frakka
Hin nýgifta Victoria krónprinsessa Svíþjóðar og eiginmaður hennar, Daniel Westling, eða Prins Daniel
eins og hann er nefndur nú, hafa dvalið í Frakklandi síðustu daga í opinberri heimsókn.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
A
FP
Carla Bruni-Sarkozy og
Victoria prinsessa fyrir
framan Elysee forsetahöll-
ina í fyrradag. Kjóll Vict-
oriu þótti minna á kjóla
sem Bruni hefur klæðast
við opinber tilefni. Buxna-
dragt Cörlu vakti þó ekki
síður athygli.
Klæðaburður Victoriu
er oft í anda Jackie
O heitinnar eins og
þessi gráhvíta kápa
sýnir. Hún mætti
í kóngabláum kjól
ásamt eiginmannin-
um Daniel til veislu á
þriðja degi.
Talið er að hanakamburinn sem á
ensku kallast mohawk eða mohican
komi frá Norður-Ameríku. Á enskri
tungu er hann kenndur við Móhíkana-
indjána (e. Mohawk) sem kann þó að
vera vafasamt því vitað er að hana-
kambur var í tísku hjá Wyadot-indján-
unum mun fyrr.
www.visindavefur.is
Victoria hefur tónað niður litaspjaldið síðustu árin en var þó í gullfal-
legum ferskjulitum jakka við eitt tilefnið í heimsókninni.
af öðrum vörum
Gildir fimmtud-laugard
20%
afsláttur
Kjólar
Áður 16.990
NÚ 12.990
Stærðir 38-48
Skokkar
Áður 14.990
NÚ 11.990
Litir: svart og grátt
Stærðir s/m, l/xl
LANGUR LAUGARDAGUR
Esprit úlpa
st.36-44
litir grár
verð 30.990
Esprit úlpa
st.36-44
litir svart og grár
verð 22.990
Esprit úlpa
st.36-44
litir svart og sandlitur
verð 33.990
Síð úlpa
st.36-44
litir svartur
verð 24.990
Kringlunni • 553 4100
Vorlína Roberto Cavalli fyrir árið 2011 ber með sér rokk- og
hippasnið og er kögur afar áberandi.
Roberto Cavalli hélt upp á 40 ára hönnunarafmæli sitt á
mánudaginn síðastliðinn í Mílanó með pompi og prakt.
Cavalli sýndi á sér nýja hlið að þessu sinni og fór lengra
með hippa- og rokk ímyndina en hann hefur áður gert.
Fyrirsæturnar, sem sýndu vorlínuna 2011, skörtuðu veg-
legum armböndum úr silfri eða leðri, handtöskum úr snáka-
skinni með áföstum skeljum og hornum, dökkri augnmáln-
ingu og síðum lokkum. Nær allar flíkurnar voru með kögri,
en Cavalli hélt þó uppteknum hætti og var dýraprent áber-
andi að venju. Þá fékk bert hold fyrirsætanna að njóta sín
vel með flegnum hálsmálum, berum bökum og magabol-
um. Til móts við fáklæddan efri part komu síðar buxur og
síðir kjólar og skapaði Cavalli þar með fágaðar andstæð-
ur hátísku rokkglamúrs. - jba
Cavalli hélt uppteknum hætti með
áberandi dýramynstrum og prenti.
Hátísku rokkglamúr