Fréttablaðið - 30.09.2010, Side 56

Fréttablaðið - 30.09.2010, Side 56
 30. september 2010 FIMMTUDAGUR Gospelkór Árbæjarkirkju auglýsir eftir vönu söngfólki í kórinn. Kórinn er að hefja sitt 13. Starfsár og er einn elsti starfandi gospelkór landsins. Áhugasamir mæti í Árbæjarkirkju mánudagana 4. og 11. október nk. kl. 19:00. WWW.LEIKFELAG.IS NÆSTA SÝNING 30. SEPT. Í HOFI MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS SALA AÐGÖ NGUMIÐA Á WWW.LE IKFELAG.IS „Hörkushow” Mbl. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 30. september ➜ Tónleikar 20.00 Fimmtudagsforleikurinn í Hinu húsinu hefst í dag. Nóri verður með gít- artónleika sem hefjast kl. 20.00. Gengið inn Austurstrætismegin. Allir velkomnir og ókeypis inn. 20.00 Í kvöld verða tónleikar með Skmendanikku og verða flutt ný verk eftir SLÁTUR-meðlimi. Tónleikarnir eru haldnir í Útgerðinni, Grandagarði 16, annarri hæð, og hefjast klukkan 20.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. 21.00 Á Græna hattinum á Akureyri spilar Hörður Torfa fyrir tónleikagesti frá kl. 21.00. 22.00 Hlómsveitirnar Gösli, Draum- hvörf og Tamarin/(Gunslinger) verða með tónleika í kvöld á Faktorý, að Smiðjustíg 6. Efri hæðin opnar kl. 21.00 og tónleikarnir hefjast kl. 22.00. ➜ Opnanir 17.00 Opnunarpartý vinnufataversl- unarinnar Vír, að Grensásvegi 8, verður haldið í kvöld kl. 17.00. Einnig verð- ur krýndur „Harðasti iðnaðarmaður Íslands“. Allir velkomnir. ➜ Hátíðir Rokktóberfest útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 hefst í kvöld. Miðaverð á alla hátíð- ina er 2.500 krónur. Nánar á www. xid977.is ➜ Kvikmyndir 17.30 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir kvikmyndina einn og tveir eftir Edward Yang í Öskju, stofu 132. Sýning- in hefst kl. 17.30, er án endurgjalds og opin öllum. ➜ Málþing 15.00 Bandalag þýðenda og túlka heldur upp á alþjóðlegan dag þýðenda í dag með málþingi kenndu við heilagan Híerónýmus. Málþingið hefst kl. 15 og verður haldið í Þjóðminjasafninu. ➜ Samkoma 20.30 Sjónvarpslaust fimmtudagskvöld verður haldið í Slippsalnum í Nema forum í kvöld. Kristín Hrönn, Kvar, Aðal- steinn Á. Sigurðsson og Bróðir Svartúlfs troða upp. Dagskrá hefst kl. 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur, 1.000 krónur fyrir námsmenn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Tónlistarhópurinn Skmendanikka sérhæfir sig í að flytja verk fyrir sértilbúin og heimagerð hljóðfæri. Í kvöld heldur hópurinn tónleika á tónlistarhátíðinni Sláturtíð. „Verk- in eru öll ný og verða frumflutt í kvöld. Þau eru öll samnin fyrir ný hljóðfæri og verða flutt af fjölhæf- um hljóðfæraleikurum sem eiga það sameiginlegt að hafa lært á fleiri en eitt hljóðfæri,“ segir Áki Ásgeirsson tónskáld og forsvars- maður samtakanna S.L.Á.T.U.R., Samtaka listrænt ágengra tón- smiða umhverfis Reykjavík. Áki segir tónleikana örugglega verða upplifun fyrir bæði eyru og augu, enda hljóðfærin myndræn og nótnaskriftinni varpað á veggi. S.L.Á.T.U.R. hefur haldið úti vinnustofu hljóðfæragerðar og hafa upp úr þeirri nýsmíð meðal annars komið hljóðfærin Halldórófónninn og Airwaves-rörið enda hefur hóp- urinn „djúpan skilning á því að til þess að búa til nýja menningu þarf ný verkfæri,“ eins og segir í til- kynningu. Hópinn skipa þeir Frank Aarn- ink, slagverksleikari, Sturlaugur Björnsson, fyrrum hornleikari og bruggmeistari, og Snorri Heim- isson, fagottleikari og stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins. Verkin eru Halanali eftir Guðmund Stein Gunnarsson, ónefnt eftir Inga Garðar Erlendsson, Flipp B og Find the B-flat eftir Jesper Peder- sen, T-1 eftir Pál Ivan Pálsson og Duel eftir Þorkel Atlason. Tónleikarnir hefjast klukkan níu í Útgerðinni í Grandagarði. - sbt Sjónrænir tónleikar Skmendanikku HLJÓÐ OG MYND Sex verk eftir fimm tónskáld verða flutt af Skmendanikku í kvöld SEPTEMBER, örverk um sekt og sakleysi, verður sýnt í beinni útsendingu á www.herbergi408. is kl.12.30 í dag frá Útgerð Hug- myndahúss háskólanna við Grandagarð. Verkið er níunda örverkið af tólf sem Áhugaleikhús atvinnu- manna býður áhorfendum upp á endurgjaldslaust. Í þetta sinn veltir leikhúsið fyrir sér sekt og sakleysi þjóðarinnar, hlut- verki dæmenda og réttlæti dóma. Áhorfendur geta mætt í Útgerð- ina eða fylgst með við tölvuna. Leikstjóri er Steinunn Knúts- dóttir en leikendur eru Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjóns- son, Halldóra Malín Pétursdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Orri Hug- inn Ágústsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Hákon Már Oddson og útskrift- arnemar Lista- og fjölmiðlasviðs Borgarholtsskóla sjá um beinu útsendinguna. Verk um sekt og sakleysi SEKT OG SAKLEYSI Til umfjöllunar hjá Áhugaleikhúsi atvinnumanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.