Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2010, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 30.09.2010, Qupperneq 56
 30. september 2010 FIMMTUDAGUR Gospelkór Árbæjarkirkju auglýsir eftir vönu söngfólki í kórinn. Kórinn er að hefja sitt 13. Starfsár og er einn elsti starfandi gospelkór landsins. Áhugasamir mæti í Árbæjarkirkju mánudagana 4. og 11. október nk. kl. 19:00. WWW.LEIKFELAG.IS NÆSTA SÝNING 30. SEPT. Í HOFI MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS SALA AÐGÖ NGUMIÐA Á WWW.LE IKFELAG.IS „Hörkushow” Mbl. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 30. september ➜ Tónleikar 20.00 Fimmtudagsforleikurinn í Hinu húsinu hefst í dag. Nóri verður með gít- artónleika sem hefjast kl. 20.00. Gengið inn Austurstrætismegin. Allir velkomnir og ókeypis inn. 20.00 Í kvöld verða tónleikar með Skmendanikku og verða flutt ný verk eftir SLÁTUR-meðlimi. Tónleikarnir eru haldnir í Útgerðinni, Grandagarði 16, annarri hæð, og hefjast klukkan 20.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. 21.00 Á Græna hattinum á Akureyri spilar Hörður Torfa fyrir tónleikagesti frá kl. 21.00. 22.00 Hlómsveitirnar Gösli, Draum- hvörf og Tamarin/(Gunslinger) verða með tónleika í kvöld á Faktorý, að Smiðjustíg 6. Efri hæðin opnar kl. 21.00 og tónleikarnir hefjast kl. 22.00. ➜ Opnanir 17.00 Opnunarpartý vinnufataversl- unarinnar Vír, að Grensásvegi 8, verður haldið í kvöld kl. 17.00. Einnig verð- ur krýndur „Harðasti iðnaðarmaður Íslands“. Allir velkomnir. ➜ Hátíðir Rokktóberfest útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 hefst í kvöld. Miðaverð á alla hátíð- ina er 2.500 krónur. Nánar á www. xid977.is ➜ Kvikmyndir 17.30 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir kvikmyndina einn og tveir eftir Edward Yang í Öskju, stofu 132. Sýning- in hefst kl. 17.30, er án endurgjalds og opin öllum. ➜ Málþing 15.00 Bandalag þýðenda og túlka heldur upp á alþjóðlegan dag þýðenda í dag með málþingi kenndu við heilagan Híerónýmus. Málþingið hefst kl. 15 og verður haldið í Þjóðminjasafninu. ➜ Samkoma 20.30 Sjónvarpslaust fimmtudagskvöld verður haldið í Slippsalnum í Nema forum í kvöld. Kristín Hrönn, Kvar, Aðal- steinn Á. Sigurðsson og Bróðir Svartúlfs troða upp. Dagskrá hefst kl. 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur, 1.000 krónur fyrir námsmenn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Tónlistarhópurinn Skmendanikka sérhæfir sig í að flytja verk fyrir sértilbúin og heimagerð hljóðfæri. Í kvöld heldur hópurinn tónleika á tónlistarhátíðinni Sláturtíð. „Verk- in eru öll ný og verða frumflutt í kvöld. Þau eru öll samnin fyrir ný hljóðfæri og verða flutt af fjölhæf- um hljóðfæraleikurum sem eiga það sameiginlegt að hafa lært á fleiri en eitt hljóðfæri,“ segir Áki Ásgeirsson tónskáld og forsvars- maður samtakanna S.L.Á.T.U.R., Samtaka listrænt ágengra tón- smiða umhverfis Reykjavík. Áki segir tónleikana örugglega verða upplifun fyrir bæði eyru og augu, enda hljóðfærin myndræn og nótnaskriftinni varpað á veggi. S.L.Á.T.U.R. hefur haldið úti vinnustofu hljóðfæragerðar og hafa upp úr þeirri nýsmíð meðal annars komið hljóðfærin Halldórófónninn og Airwaves-rörið enda hefur hóp- urinn „djúpan skilning á því að til þess að búa til nýja menningu þarf ný verkfæri,“ eins og segir í til- kynningu. Hópinn skipa þeir Frank Aarn- ink, slagverksleikari, Sturlaugur Björnsson, fyrrum hornleikari og bruggmeistari, og Snorri Heim- isson, fagottleikari og stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins. Verkin eru Halanali eftir Guðmund Stein Gunnarsson, ónefnt eftir Inga Garðar Erlendsson, Flipp B og Find the B-flat eftir Jesper Peder- sen, T-1 eftir Pál Ivan Pálsson og Duel eftir Þorkel Atlason. Tónleikarnir hefjast klukkan níu í Útgerðinni í Grandagarði. - sbt Sjónrænir tónleikar Skmendanikku HLJÓÐ OG MYND Sex verk eftir fimm tónskáld verða flutt af Skmendanikku í kvöld SEPTEMBER, örverk um sekt og sakleysi, verður sýnt í beinni útsendingu á www.herbergi408. is kl.12.30 í dag frá Útgerð Hug- myndahúss háskólanna við Grandagarð. Verkið er níunda örverkið af tólf sem Áhugaleikhús atvinnu- manna býður áhorfendum upp á endurgjaldslaust. Í þetta sinn veltir leikhúsið fyrir sér sekt og sakleysi þjóðarinnar, hlut- verki dæmenda og réttlæti dóma. Áhorfendur geta mætt í Útgerð- ina eða fylgst með við tölvuna. Leikstjóri er Steinunn Knúts- dóttir en leikendur eru Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjóns- son, Halldóra Malín Pétursdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Orri Hug- inn Ágústsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Hákon Már Oddson og útskrift- arnemar Lista- og fjölmiðlasviðs Borgarholtsskóla sjá um beinu útsendinguna. Verk um sekt og sakleysi SEKT OG SAKLEYSI Til umfjöllunar hjá Áhugaleikhúsi atvinnumanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.