Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 72

Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 72
 30. september 2010 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Íslandsmeistarar Vals urðu í gær meistarar meistaranna eftir sigur á bikarmeisturum Fram í Meistarakeppni HSÍ, 25-23. Fram hafði þó forystu í hálfleik, 12-10. Í raun kom á óvart að forysta Fram var ekki meiri í fyrri hálf- leik en þá fór Íris Björk Símon- ardóttir markvörður á kostum og varði fimmtán af 24 skotum í leiknum. Þetta nýtti Valsstúlkur sér og eftir að hafa náð að þétta varn- arleikinn tóku þær fljótlega völd- in og voru lengst af yfir þó svo að sigurinn hafi ekki verið tryggður fyrr en í blálokin. „Þetta var betra í seinni hálf- leik hjá okkur,“ sagði Ágústa Edda Björnsdóttir, Val. „Við gerðum mikið af mistökum í fyrri hálfleik en þannig vill það líka oft vera í leikjum þessara liða enda hart bar- ist. En sem betur fer fyrir okkur voru úrslitin góð.“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók út leikbann í gær en leist held- ur illa á það sem hann sá. „Þetta var ekki rismikið í kvöld, sérstak- lega hjá mínu liði. Valur átti ein- faldlega skilið að vinna. Þær voru tilbúnar og börðust fyrir sigrin- um.“ - esá Meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki fór fram í gær: Sá fyrsti fór til Vals ÁTTA MÖRK Hrafnhildur Skúladóttir lék vel með Val í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, vill ekki tjá sig í fjölmiðlum um ákvörðun stjórnar KSÍ að láta U-21 landslið ganga fyrir í leikmannavali fyrir verkefnin sem fram undan eru í október. U-21 liðið mætir þá Skot- um í umspili um hvort liðið kom- ist í úrslitakeppni EM. Um svipað leyti mætir A-landsliðið Portúgal í undankeppni EM 2012. Ólafur var sagður ósáttur við ákvörðunina af Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, en hann sagðist sjálfur ekki vilja tjá sig um málið þegar Fréttablað- ið leitaði viðbragða hans. Hann staðfesti þó að hann myndi stýra liðinu gegn Portúgal. - esá Ólafur Jóhannesson: Neitar að tjá sig ÓLAFUR Er sagður ósáttur við ákvörðun stjórnar KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson átti tvo ása upp í erminni í 1-0 sigri Val- encia á Spáni í gær. Ferguson setti inná unglingana Javier Hernández og Federico Macheda sem bjuggu til sigurmarkið á 85. mínútu. Manchester United fór eins og oft áður áfram á skynsemi og þol- inmæði á útivelli í Meistaradeild- inni og refsuðu síðan spænska lið- inu á frábærri skyndisókn í lokin. Federico Macheda var nýkominn inn á völlinn og átti góða sendingu inn á Javier Hernández sem skor- aði með frábærri afgreiðslu. „Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Það er ekki auðvelt að koma hingað og við erum mjög ánægð- ir með sigurinn,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester Unit- ed. „Varamennirnir komu með kraft og hraða inn í leikinn og það reyndist okkur vel,“ sagði Fergu- son. „Það er mjög erfitt að vinna á Spáni og okkur tókst það í dag. Þetta er góður sigur fyrir sjálfs- traustið,“ sagði Rio Ferdinand sem spilaði við hlið Nemanja Vidic í vörn Manchester United í leikn- um. Tottenham er með jafnmörg stig og Inter Milan í A-riðli. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarrík- um leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pav- lyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja læri- sveinum Harry Red- knapp sinn fyrsta sigur í Meistara- deildinni. Rafael van der Vaart fékk að upp- lifa allan tilfinn- ingaskalann í leikn- um en Hollendingurin var rekinn út af á 61. mínútu og kórónaði með því ótrúlegan leik því hann hafði áður látið verja frá sér vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks og skoraði síðan frábært mark í upphafi þessi síðari. „Ég var hræddur um að við myndum ekki vinna leikinn eftir að ég fékk rauða spjald- ið en strákirnir í liðinu spiluðu frábærlega. Þetta var mjög skrýtinn leikur fyrir mig og að upplifa þetta allt í sama leikn- um. Ég hef aldrei spilað svona leik áður,“ sagði Rafael van der Vaart eftir leikinn. Samuel Eto’o skoraði þrennu og lagði upp það fjórða fyrir Wesley Sneijder í glæsilegum 4-0 sigri Inter Milan á Werder Bremen. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti D-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Barcelona náði hins vegar aðeins 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Rússlandi en það dugði ekki að Lionel Messi spilaði síðasta hálf- tímann. ooj@frettabladid.is Man. United vann í Valencia Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í gær og Tottenham vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. JAVIER HERN- ÁNDEZ Fagnar hér miklvægu sigurmarki sínu í gær. A-riðill: Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) A: Inter-Werder Bremen 4-0 1-0 Samuel Eto’o (22.), 2-0 Samuel Eto’o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Eto’o (81.) Stig: Inter 4, Tottenham 4, Twente 1, Bremen 1. B: Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 B: Schalke 04-Benfica 2-0 Stig: Lyon 6, Schalke 3, Benfica 3, Hapoel 0 C: Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) C: Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) Stig: United. 4, Rangers 4, Valencia 3, Bursapor 0. D: Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N’Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) D: Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.) Stig: FCK 6, Barca 4, Rubin 1, Panathinaikos 0 MEISTARADEILD HANDBOLTI Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með Val í opnunarleik N1-deild karla í gær- kvöldi. Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 30-26, þó loka- tölurnar virðist gefa annað til kynna. Hafnfirðingar léku af miklum krafti í fyrri hálfleik og þar fór fremstur í flokki Björgvin Hólm- geirsson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk en hann var alls með tólf í leiknum. Hann gaf einnig mikið af línusendingum inn á Heimi Óla Heimisson en saman skoruðu þeir sextán af 20 mörkum Hauka í fyrri hálfleik. Það var því ekki hátt risið á varnarleik Valsmanna í fyrri hálf- leiknum en þeir réðu ekkert við hraðan sóknarleik Haukanna sem náðu sjö marka forystu í leikhléi, 20-13.Það munaði einnig miklu um innkomu Arons Rafns Eðvarðsson- ar sem kom inn á snemma í fyrri hálfleik Það var í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Valsmenn réðu lítið við sóknarleik Hauka sem dreifðist nú á fleiri menn. Það var ekki fyrr en um miðbik hálfleiks- ins að Ingvar Guðmundsson hrökk í gang í Valsmarkinu og heima- menn náðu að minnka muninn í fjögur mörk en nær komust þeir ekki. „Við vorum komnir með tíu marka forystu í byrjun seinni hálf- leiks og það gekk í raun allt upp hjá okkur fram að slæma kaflanum,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka. „Það er mikilli vilji í lið- inu en það er mikil barátta fram undan enda jöfn deild.“ Valsmenn virðast eiga nokkuð í land með að stilla saman sína strengi fyrir átök vetrarins en að sama skapi virka Haukamenn mjög sterkir. Liðið er ungt en hæfi- leikarnir leyna sér ekki. - esá N1-deild karla hófst í gær með stórslag í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda: Meistararnir gáfu tóninn KOMUST LÍTIÐ ÁLEIÐIS Sturla Ásgeirsson og félagar í Valsliðinu töpuðu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.