Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2010, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 30.09.2010, Qupperneq 72
 30. september 2010 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Íslandsmeistarar Vals urðu í gær meistarar meistaranna eftir sigur á bikarmeisturum Fram í Meistarakeppni HSÍ, 25-23. Fram hafði þó forystu í hálfleik, 12-10. Í raun kom á óvart að forysta Fram var ekki meiri í fyrri hálf- leik en þá fór Íris Björk Símon- ardóttir markvörður á kostum og varði fimmtán af 24 skotum í leiknum. Þetta nýtti Valsstúlkur sér og eftir að hafa náð að þétta varn- arleikinn tóku þær fljótlega völd- in og voru lengst af yfir þó svo að sigurinn hafi ekki verið tryggður fyrr en í blálokin. „Þetta var betra í seinni hálf- leik hjá okkur,“ sagði Ágústa Edda Björnsdóttir, Val. „Við gerðum mikið af mistökum í fyrri hálfleik en þannig vill það líka oft vera í leikjum þessara liða enda hart bar- ist. En sem betur fer fyrir okkur voru úrslitin góð.“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók út leikbann í gær en leist held- ur illa á það sem hann sá. „Þetta var ekki rismikið í kvöld, sérstak- lega hjá mínu liði. Valur átti ein- faldlega skilið að vinna. Þær voru tilbúnar og börðust fyrir sigrin- um.“ - esá Meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki fór fram í gær: Sá fyrsti fór til Vals ÁTTA MÖRK Hrafnhildur Skúladóttir lék vel með Val í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, vill ekki tjá sig í fjölmiðlum um ákvörðun stjórnar KSÍ að láta U-21 landslið ganga fyrir í leikmannavali fyrir verkefnin sem fram undan eru í október. U-21 liðið mætir þá Skot- um í umspili um hvort liðið kom- ist í úrslitakeppni EM. Um svipað leyti mætir A-landsliðið Portúgal í undankeppni EM 2012. Ólafur var sagður ósáttur við ákvörðunina af Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, en hann sagðist sjálfur ekki vilja tjá sig um málið þegar Fréttablað- ið leitaði viðbragða hans. Hann staðfesti þó að hann myndi stýra liðinu gegn Portúgal. - esá Ólafur Jóhannesson: Neitar að tjá sig ÓLAFUR Er sagður ósáttur við ákvörðun stjórnar KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson átti tvo ása upp í erminni í 1-0 sigri Val- encia á Spáni í gær. Ferguson setti inná unglingana Javier Hernández og Federico Macheda sem bjuggu til sigurmarkið á 85. mínútu. Manchester United fór eins og oft áður áfram á skynsemi og þol- inmæði á útivelli í Meistaradeild- inni og refsuðu síðan spænska lið- inu á frábærri skyndisókn í lokin. Federico Macheda var nýkominn inn á völlinn og átti góða sendingu inn á Javier Hernández sem skor- aði með frábærri afgreiðslu. „Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Það er ekki auðvelt að koma hingað og við erum mjög ánægð- ir með sigurinn,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester Unit- ed. „Varamennirnir komu með kraft og hraða inn í leikinn og það reyndist okkur vel,“ sagði Fergu- son. „Það er mjög erfitt að vinna á Spáni og okkur tókst það í dag. Þetta er góður sigur fyrir sjálfs- traustið,“ sagði Rio Ferdinand sem spilaði við hlið Nemanja Vidic í vörn Manchester United í leikn- um. Tottenham er með jafnmörg stig og Inter Milan í A-riðli. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarrík- um leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pav- lyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja læri- sveinum Harry Red- knapp sinn fyrsta sigur í Meistara- deildinni. Rafael van der Vaart fékk að upp- lifa allan tilfinn- ingaskalann í leikn- um en Hollendingurin var rekinn út af á 61. mínútu og kórónaði með því ótrúlegan leik því hann hafði áður látið verja frá sér vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks og skoraði síðan frábært mark í upphafi þessi síðari. „Ég var hræddur um að við myndum ekki vinna leikinn eftir að ég fékk rauða spjald- ið en strákirnir í liðinu spiluðu frábærlega. Þetta var mjög skrýtinn leikur fyrir mig og að upplifa þetta allt í sama leikn- um. Ég hef aldrei spilað svona leik áður,“ sagði Rafael van der Vaart eftir leikinn. Samuel Eto’o skoraði þrennu og lagði upp það fjórða fyrir Wesley Sneijder í glæsilegum 4-0 sigri Inter Milan á Werder Bremen. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti D-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Barcelona náði hins vegar aðeins 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Rússlandi en það dugði ekki að Lionel Messi spilaði síðasta hálf- tímann. ooj@frettabladid.is Man. United vann í Valencia Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í gær og Tottenham vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. JAVIER HERN- ÁNDEZ Fagnar hér miklvægu sigurmarki sínu í gær. A-riðill: Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) A: Inter-Werder Bremen 4-0 1-0 Samuel Eto’o (22.), 2-0 Samuel Eto’o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Eto’o (81.) Stig: Inter 4, Tottenham 4, Twente 1, Bremen 1. B: Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 B: Schalke 04-Benfica 2-0 Stig: Lyon 6, Schalke 3, Benfica 3, Hapoel 0 C: Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) C: Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) Stig: United. 4, Rangers 4, Valencia 3, Bursapor 0. D: Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N’Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) D: Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.) Stig: FCK 6, Barca 4, Rubin 1, Panathinaikos 0 MEISTARADEILD HANDBOLTI Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með Val í opnunarleik N1-deild karla í gær- kvöldi. Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 30-26, þó loka- tölurnar virðist gefa annað til kynna. Hafnfirðingar léku af miklum krafti í fyrri hálfleik og þar fór fremstur í flokki Björgvin Hólm- geirsson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk en hann var alls með tólf í leiknum. Hann gaf einnig mikið af línusendingum inn á Heimi Óla Heimisson en saman skoruðu þeir sextán af 20 mörkum Hauka í fyrri hálfleik. Það var því ekki hátt risið á varnarleik Valsmanna í fyrri hálf- leiknum en þeir réðu ekkert við hraðan sóknarleik Haukanna sem náðu sjö marka forystu í leikhléi, 20-13.Það munaði einnig miklu um innkomu Arons Rafns Eðvarðsson- ar sem kom inn á snemma í fyrri hálfleik Það var í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Valsmenn réðu lítið við sóknarleik Hauka sem dreifðist nú á fleiri menn. Það var ekki fyrr en um miðbik hálfleiks- ins að Ingvar Guðmundsson hrökk í gang í Valsmarkinu og heima- menn náðu að minnka muninn í fjögur mörk en nær komust þeir ekki. „Við vorum komnir með tíu marka forystu í byrjun seinni hálf- leiks og það gekk í raun allt upp hjá okkur fram að slæma kaflanum,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka. „Það er mikilli vilji í lið- inu en það er mikil barátta fram undan enda jöfn deild.“ Valsmenn virðast eiga nokkuð í land með að stilla saman sína strengi fyrir átök vetrarins en að sama skapi virka Haukamenn mjög sterkir. Liðið er ungt en hæfi- leikarnir leyna sér ekki. - esá N1-deild karla hófst í gær með stórslag í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda: Meistararnir gáfu tóninn KOMUST LÍTIÐ ÁLEIÐIS Sturla Ásgeirsson og félagar í Valsliðinu töpuðu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.