Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 8
2
MORGUNN
Þessi maður kom fyrstur fram með þá hugmyud, að
danska Sálarrannsóknafélagið gengist fyrir þvi að kalla
saman fyrsta alþjóðafund sálarrannsóknamanna. Tókst
honum að fá félagsstjórnina á sitt mál og ýmsa máls-
metandi menn aðra, þeirra á meðal ýmsa kennara við
Kaupmannahafnarháskóla. Voru þó sumir þeirra kunnir
að því, að vera andvigir spíritismanum.
Sjálfur fór hann til Englands, Frakklands og Þýzka-
lands og heimsótti ýmsa frægustu sálarrannsóknamenn
þeirra landa, til þess að reyna að fá þá til að sækja
fundinn og flytja þar et'indi. Höfðu ýmsir þeirra haft
góð ot'ð uro það, en gátu þó ekki allir sótt fundinn, er
til kom.
Cat'l Vett mun mestu hafa ráðið um það, hverjum
boðið var til fundarhaldanna frá öðrum löndura. Mér er
kunnugt um, að 4 Islendingum var boðið, þeim Einari H.
Kvaran, formanni Sálarrannsóknafélags Islands, dr. phil.
Guðm. Finnbogasyni prófessor, Þórði Sveinssyni geðveikra-
lækni og undirrituðum. En ekki sótti neinn þeirra fund-
inn nema eg einn. Formaðut' S. R. F. I., Einar H. Kvar-
an, ætlaði að gera það, en tafðist svo á fundi bindindis-
manna suður í Sviss, að hann kom ekki til Kaupmanna-
hafnar fyr en langt var liðið á fundinn. Þó var ekki
komið að erindi hans á dagskránni, en harrn þurfti að
hraða sér heim og afiéð þvf að sækja fundinn alls ekki.
Mér þótti það illa farið, því að eg er sannfærður um, að
erindi hans hefði vakið þar mikla athygli. Þar töluðu
surnir, sem vantaði tilflnnanlega alla reynsluþekkingu á
málinu, en hana heflr E. H. K. mikla, og allir þekkjutn
vér frásagnarsnild hans og rökflmi.
Eg fekk nokkurn styrk til fararinnar frá Sálarrann-
sóknafélagi Islands, og má því ekki minna vera en eg
greiði það í þakkarskuldina að segja lítillega frá fundinum.
Hann var haldinn dagana 26. ágúst tii 2. september,
í Bvonefndu Gamla Glyptoteki á Nýja Carlsbergi. Er það