Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 69
MORGrUN N
63
fraru, að »andar réttlátra, sem algerðir eru orðnir«, ættu
ekki að vera að fást við jafn-hversdagsleg efni, jafnvel
ekki þær stundirnar, sem varið er til hvíldar. Því svara
eg svo, að þetta kann að vera rétt, þegar menn hafa
öðlast fullkomunina eða heilagleikann; um það mál get
eg ekki dæmt. Leikar og líkamsæfingar eru meinlaus og
holl hér, jafnvel góðum mönnum; og ganga má að þvi
visu, að ef ungmenni halda áfram að vera eins og þau
voru, þá verði þau ekki fráhverf leikum og líkamsæfing-
um og söngvum þar — að minsta kosti ekki um nokkurn
tíma. Menn virðast tæplega gera sér ijóst, hve mikið
hlýtur að vera í því fólgið, að lífið haldi áfram, að lund-
ernið haldist óbreytt, og að maðurinn sé sá sami eftir
andlátið eins og á undan því. Það liggur í augum uppi,
að meiri hluti manna, hvort sem þeir eru í þessu eða
öðru lífi, eru blátt áfrara meðalmenn og meðalkonur, og
hvorki helgir menn né djöflar; og kenning kirkjunnar hefir
áreiðanlega verið röng að því leyti, sem hún hefir komið
mönnunum til þess að gera sér i hugarlund, að andlátið
breyti þeim í annaðhvort af þessu tvennu. Framför og
þroskun er auðsjáaniega lögmál alheimsins. Framþróun
fer ávalt stig af stigi. Þó að ungmenni, sem fara skyndi-
lega inn í annað líf úr skotgröfunum, séu allra beztu
piltar, þá er ekki líklegt, að þeir verði á svipstundu hei-
lagir menn. Það er engin skynsemi í því að tala um þá
sem »réttláta, sem orðnir séu algerðir*. Hugleiðið málið
af ofurlitilli skynsemi, og minnist þess, að tilveran er
samföst heild og að mennirnir eru sömu mennirnir eftir
andlátið. Gerið ykkur ekki i hugarlund, að dauðinn breyti
neinum manni í neitt algjörlega ólíkt því, sem hann var.
Umhverfið kann að vera ánægjulegra og heilagra, viðfeldn-
ara og betra en á jörðinni; eitthvað ætti það óneitanlega
að batna; en mönnum eins og okkur tekst ekki að ná
fullkoranuninni i einni svipan.
Enn fremur er það mjög ólíklegt, að allir sæti sömu
reynslu þeim megin: Þeir fáu menn, sem hér hafa lifað