Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 52
46
M 0 R Gr U N N
til Kanada (yfir haíið). Við eignuðumst tvo drengi, Ein-
ar og Matthías, og hún andaðist, 25 ára gömul, í Winni-
peg, Manitoba, úr barnsfarasótt, eftir að hafa alið yngra
barnið. Báðir drengirnir dóu á fyrsta árinu. Hún hét
Maren Mathilde; en hún var ávalt nefnd síðara nafninu.
Eg eignaði8t dreng með siðari konunni, og við mist-
um hann 15 ára gamlan. Hann hót Sigurður. Oft hafa
miðlar sagt mér, að hann sé mikið með fyrri konunni
minni. Þessir þrír drengir eru einu börnin, sem eg hefi mist.
»Eðvarð« þekti eg mjög nákvæmlega. Við vorum
sambýlismenn tvö ár á Garði í Kaupmannahöfn. Lýs-
ingin á honum er nákvæmlega rétt. Hann hét þrem
nöfnum, og miðnafnið var Edvard. Hann var ávalt nefnd-
ur fyrsta nafninu, Bertel, en sannleikurinn var sá, að
honum þótti fremur vænt um og þóttist dálítið af öðru
nafninu. Fyrri konan mín þekti hann. Hann druknaði.
Um hinn árlega minningardag er það að segja, að
þessi tilraun fór fram 21. október, og fyrri konan mín
andaðist 21. nóvember.
Eg veit ekki til þess, að fyrri konan mín hafi átt
neitt 8kyldmenni, sem hafi heitið Karl. Einn af bræðr-
um hennar heitir Michael. Þegar eg hitti hana fyrsta
skiftið, þekti eg ekki þennan bróður hennar, og þegar
hún nefndi hann fyrsta sinn, heyrði eg ekki nafnið og
hélt að hún hefði sagt: »min Karl* (vinnumaðurinn
minn). Bráðlega greiddist úr þessum misskilningi, og við
hlógum að honurn. Eg fullyrði auðvitað ekki að bent
hafi verið við tilrauniua á þennan misskilning, en þegar
Karls-nafnið kom, rnintist eg þessa atviks samstundiB, og
fremur en hitt liggur mór við að halda, að nafnið hafi
verið nefnt í gamni.
Fremur viðkvæmar endurminningar vakti það hjá
mér, þegar minst var á bollapörin, hvort sem eg hefi nú
skílið það atriði rétt eða ekki. Meðan eg átti heima í
Wiunipeg og fyrri konan mín var á lífi, höfðum við stund-
um enga vinnukonu. í Manitoba-vetrarkuldanum var eg