Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 96
90
MORGUNN
að Möðruvöllum, og nema staðar við kirkjugarðinD. Á
eftir þeim kemur kveDmaður, stór vexti, og leiddi dreng
við hönd sér; hún hraðaði mjog göngunni, og þóttist eg
sjá, að hún vildi fyrir hvern mun ná hinu fólkinu. Sið-
an krjúpa allir niður við kirkjugarðshliðið og gjöra þar
bæn sína stundarkorn. Að því búnu rísa þeir allir upp
og ganga inn 1 kirkjugarðinn, og á undan þeim mjög hár
og þrekvaxinn karlmaður. Hann litast um á alla vegu
í garðinum, hristir höfuðið og gengur síðan sama veg út,
eu allir fylgja honum, og hverfur síðast þessi mannhópur
niður fyrir hól á túninu.
Búnaður þessara manna var afareinkennilegur og ó-
líkur þeim, sem eg hefi nokkurntíma séð. Karlmennirn-
ir (alt voru þetta karlmenn, að undanskilinni þessari einu
konu) voru í afar stuttum treyjum og stuttum buxum og
fóru fötin ólaglega. Á höfðinu höfðu 2 karlrnennirnir
skotthúfur, en hinir einhvers konar kollhettur.
Þann 20. júni s. á. kom hingað bóndinn í Auðbrekku,
sem er hér skamt suður í Hörgárdalnum, og segir mann-
inum mínum frá því, að þegar hann var að láta grafa
fyrir undirstöðu að nýju húsi nálægt bænum, hafi þeir
komið niður á beinagrindur af mönnum.
9. Vildi ná prestsfundi.
Nóttina milli 13. og 14. okt. 1921 dreymdi mig að
maður kærai inn i skrifstofu mannsins míns, þar sem
hann sat fyrir. Þeir töluðu svo lágt eða óskýrt, að eg
heyrði næstum ekkert af samræðunum, og sat eg þó í
næstu stofu, og dyrnar opnar i milli. Að eins þessi orð
heyrði eg gestinn segja: »Eg þarf að tala við yður sem
prest«. — Mann þennan þóttist eg aldrei fyrri hafa séð;
hann var fremur lágur maður, grannvaxinn, einkennileg-
ur í gangi og hreyfingum, eins og hann væri haltur eða
skakkur í göngulagi. Eftir litla stund hvarf þessi maður.