Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 7
Alþjóðafundur
sálarrannsóknamanna í Kaupmannahöfn.
Ura allmörg ár hefir verið til félag í Kaupmanna-
höfn, er þózt hefir vilja sinna sálarrannsóknum nútim-
ans. Það nefnist Selslcabet for psykisk Forskning. En at-
kvæðalítið hefir það verið, og orð hefir á því leikið, að
fiemur væri það andvígt spíritismanum eða helztu leið-
togar þess. Síðast liðinn vetur urðu hinar mestu deilur
meðal félagsmanna, og voru þær að nokkuru leyti sprotn-
ar af tilraunum, er gerðar höfðu verið n,eð danska mið-
ilinn Einar Nielsen. Ný stjórn var kosin i félaginu, og
þótti sá hluti félagsmanna, er andvígur er þeirri skýring,
að sum fyrirbrigðin stafi frá öðrum heimi, hafa borið
hærri hlut við stjórnarkosninguna. Klofnaði félagið á
þessu að nokkuru leyti. Mynduðu þeir, er óánægðastir
voru, nýtt sálarrannsóknafélag og nefndu það »Dansk
Metapsykisk Selskab«.
Einn af þeim mönnum, sem í stjórn gamla félagsins
hafði verið og er eun, heitir Carl Vett. Er hann sonur
þess alkunna Vetts, er eitt sinn var annar aðaleigandi
hins mikla verzlunarhúss »Magasin du Nord«. Sjálfur
hefir hann verið verksraiðjurekandi og fengist við ýmis-
legt annað. Hann er mentaður maður og talinn auðugur.
Hann kom hingað til lands fyrir rúmu ári og ferðaðist
hér nokkuð. Hann hefir kynt sér eitthvað dularfull fyr-
irbrigði á miðlafundum erlendis, einkum í London og
París, en er annars lærisveinn hins þýzka guðspekings
K. Steiners.
1