Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 54
48
MORGUNN
konan hefði flutt með sér sýkingarefnið, sem varð kon-
unni minni að bana.
Enginn vafi virðist geta leikið á því, að konan, sem
fyrri konan mín vildi senda kveðju til, sé seinni konan
mín. Lýsingin er rótt, það sem hún nær. Mrs. B. náði
ekki nal'ni hennar, enda er það útlendingum fremur örð-
ugt. En að lokum kemur hún með orðið: »i)iamíaa«.
Eg hefi ávalt nefnt hana svo um mörg ár, og börn henn-
ar nefna hana aldrei annað. Hún meiddi sig í öðrum
fætinum síðast liðið sumar, og um það leyti, sem eg lagði
af stað, kvartaði hún um þreytu í þeim fætinum.
Eg á dóttur, sem heitir Mathilde, eftir fyrri konunni
minni. Við foreldrar hennar og bræður hennar nefnum
hana ávalt Möttu. Eins og menn sjá í skýrslunni um
tilraunina, kom frú Brittain með þau nöfn bæði. Það er
alveg rétt, að breyting hafði orðið á högum hennar, þar
sem maður hennar hafði farið til útlanda og hún flutt sig
hingað til Reykjavíkur, með börnum sínum, tíl þess að
dveljast hér i vetur.
Merkilegt er það líka, að vikið var að húsinu. í
þeim miklu húsnæðisvandræðum, sem verið hafa hér í
Reykjavík að undanförnu, hefi eg neyðst til að sitja í
húsnæði mínu, í skjóli húsaleigulaganna, lengur en eig-
anda hússins er hentugt. Okkur leikur að sjálfsögðu mjög
hugur á að fá annað húsnæði, og það mál hefir valdið
nokkrum áhyggjum.
Síðustu mánuðina, sem fyrri konan mín lifði, vorum
við samvistum við lítinn dreng, sem hót Percy. Iienni
þótti mjög vænt um hann.
Það er rétt, að eg eignaðist mynd af fyrri konunni
minni eftir andlát hennar. Myndin hefir, að öllum jafn-
aði, hangið á vegg í þeirri stofunni, sem eg hefi setið i
við vinuu mína.
Vilji lesandinn leggja þá fyrirhöfn á sig að lesa
skýrslu mína um tilraunina nákvæmlega, mun hann kom-