Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 73
M 0 R G TJ N N
67
Samúels eftir þennan vígsludag. Einu segir biblían þó
frá. Mamma hans var vön að gera honum lítinn
möttul og færa honum á ári hverju, þegar hún fékk
að fara með manni sínum, til þess að færa hina
árlegu fórn við helgidóminn. Sá möttull hefir vafalaust
verið vandlega gerður. Heitar tilíinningar og hlýjar
hugsanir hafa ofið ósýnilegan ástúðarhjúp utan um
hann, svo að hann hefir verið margföld skikkja, og lík-
lega þes8 vegna undursamleg hlíf gegn öllu illu; stundum
ef til vill stöktur hinu helgasta vígsluvatni: saknaðartár-
um löngunarfullrar móður. Hve hún hefir hlakkað tilað
færa honum gjöfina. Hvílík hátíð að koma til helgidóms-
ins og fá að sjá drenginn sinn einu sinni á ári. Þið
munið, hvernig litli drengurinn hennar reyndist þar við
helgidóminn: »En sveinninn Samúel óx og þroskaðist og
varð æ þekkari bæði guði og mönnum*. Ætli hún hafi ekki
snúið heim hvert sinn glaðari en hún kom og enn þakk-
látari og sagt við sjálfa sig eitthvað á þesaa leið: »Ekki
skal mig iðra þess, að eg léði hann guði; að vísu sit eg
oft ein heiraa; margt tárið felli eg út af þvi, að hafa
hann ekki hjá mér; en eg sé, að hann ætlar að verða
góður drengur, og það borgar alt«.
I dag er Hanna ykkur ímynd foreldra ykkar. Mæð-
ur ykkar hafa líka oft hugsað eins og Hanna. Aður en
þið fæddust, voru þær farnar að biðja guð fyrir ykkur.
Foreldrar ykkar þráðu það iika snemma að helga líf ykkar
guði. Fyril' því voruð þið þegar á fyrsta ári bornir að hinni
heilögu laug skírnarinnar. Fyrir þessa sömu sök höfum
við foreldrarnir látið okkur ant um, að þið væruð fræddir
í þeirri trú, sem þið voruð skírðir til, svo að þið mættuð
halda ykkur við Krist, eins og þið fyrir skírnina voruð
gróðursettir á honum. Eins og þið vitið sjálfir bezt, hefi
eg fyrst og fremst gert mér far um að fræða ykkur um
hann og útskýra kenning hans fyrir ykkur. Eg hefi reynt
að uppmála líf hans fyrir ykkur, alt frá jötunni i Betle-
hem og til þess er hann dó á Golgata — nei, lengur; eg
. 5*