Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 13
M 0 R G U N N
7
og hvarf því nœst með öllu. Allir fundarmennirnir vott-
uðu skriflega, hvað þeir hefðu Béð. Frú Bisson hafði með
sér margar undirritaðar fundarskýrslur, til þess að sanna
mál sitt.
Hún eýndi fram á, að vér gætum athugað, hvaðan
efnið kæmi, hvemig það kæmi og hvernig það hyrfi. Að
öðru leyti vildi hún engar skýringar gefa og enga yfir-
lýeing gera um skoðanir sínar. /
Eg verð að skjóta því hér inn, að þetta er sami
miðillinn, sem próf. dr. Á. H. Bjarnason var að fræða ís-
lendinga um í tímariti sínu Iðunni. Eg átti tal við þá
báða dr. Schrenck-Notzing og dr. Geley um Evu. Eru
þeir báðir algerlega sannfærðir um, að hún er sannur og
stórmerkilegur miðill. Eg skýrði dr. Geley í einu fund-
arhléinu frá ritgerð sálarfræðipi’ófessors vors i Iðunni og
að hann hefði frætt Islendinga um það í lok ársins 1920,
að Eva væri ekki annað en svikamiðill. Eg sá aðeins
eftir að hafa ekki hjá mér ljósmyndavél, til þess að geta
sýnt hér heima meðaumkunar- og fyrirlitningarsvipinn á
andliti dr. Geley út af þvi, að önnur eins fáfræði og
frekja skuli höfð i frammi af kennara við hinn litla há-
skóla vorn. Auðvitað var dr. Geley þeirrar skoðunar,
að við slíka menn sé ekki orðum eyðandi. Meira en 100
franskir læknar og vísindamenn hafa athugað fyrirbrigð-
iu hjá Evu í hiuni nýju stofnun dr. Geley sjálfs í Paris.
Þó þeir hafi verið algerlega vantrúaðir á undan, hafa
þeir allir sannfærst við að sjá með eigin augum. Eg skal
enn fremur geta þess, að bók dr. Geley, þar sem sýndar
eru ýmsar Jjósmyndir af fyrirbrigðunum hjá Evu, var
komin út löngu áður en Á. H. B. reit grein sína. Meira
að segja var búið að þýða hana á ensku. Enska þýð-
ingin mun hafa komið út fyrri part ársius 1920. En
sálarfræðiprófeBsorinn i Reykjavík vissi vist ekki neitt
um það. Og sumir lifa enn öruggir í 'þeirri trú, að alt
megi bjóða íslendingum.
Erindi frúarinnar vakti mikla athygli. Nokkurar