Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 78
72
MORGUNN
að þetta hvorttveggja er til, þá þurfið þið aldrei að standa
uppi klæðlausir í kulda lífsins.
Góður guð blessi ykkur þennan dag. Þið hafið sjálf-
ir valið ykkur sitt einkunnarorðið hver úr heilagri ritn-
ingu. Mættu þau verða að áhrinsorðum.
lulius Magnussen
ritar um spíritismann.
í 1. árgangi þessa tímarits var minst á bók eftir
þennan höfund, »Bros Guðs«, bók, sem vakti afarmikla
athygli í Daumörk. Siðar mun sú bók hafa komið út á
ensku. f
Þess var getið í Morgni, hvernig hann lýsti sjálfum
sér í bókinni. Þar er meðal annars sagt, að hann hafi
verið, eftir frásögn sjálfs sín, »heldur alvörulitill og þekk-
ingarsnauður yfirborðsmaður. Trúlaus hafði hann verið
alla æfi og ekki trúhneigður. Um spíritismann hafði hann
heyrt getið, og taldi hann furðulega vitleysu*.
Svo varð maðurinn sjálfur fyrir því, sem allar likur
eru til, að minsta kosti, að hafi verið áhrif frá öðrum
heimi. Og þessi nýja reynsla gjörbreytti sálarlífi hans.
Síðan hefir hann gefið út nýja bók, sem heitir »Dag-
ur Guðs« (Guds Dag). í henni eru ekki neinar frásagnir
um dularfull fyrirbrigði, en hún er þrungiu af heitri trú-
ar-alvöru, og einkar fögur bók.
Hér fer á eftir bréf frá þessum höf., sem prentað var
í »Berl. Tidende« 5. nóv. síðastl. Það er svar til pró-
fessors J. L. Heiberg, og tilefnið til þessa svars sjá menn
í bréfinu sjálfu.
Bækur Juliuss Magnussen og þessi grein eru eftirtekt-
arverð dæmi þeirrar miklu breytingar, sem verður á hug-