Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 76
70
MO RGUNN
í dag. En einskis æski eg fremur en að þið mættuð eign-
ast þann hæfileika, að vera næmir á rödd drottins, verða
fljótir til að heyra, þegar hann er að kalla. Fæstum eru
gefnir jafndásamlegir hæfileikar og Samúel, að geta tekið
í móti vitrunum frá æðra heimi; en allir getum við heyrt
guðs rödd i samvizku vorri. Æfið ykkur að hlusta i
þeim helgidómi. Hafið oft yfir orð aveinsins, sem léður
var guði, svo lengi sem hann lifði: »Tala þú, því að
þjónn þinn heyrir.* Ef þið temjið ykkur þetta, þá verð-
um við foreldrarnir öruggari um ykkur og óhræddari; þá
vitum við, að þið munið gera ykkur alvarlega far um að
vera jafnan sannleikans megin og réttlætisins og mann-
elskunnar; og takist ykkur það, þá eruð þið líka Krists
megin. Við hirðum rainna um það, hvar þið skipið ykkur
í flokk, ef þið eigið að lenda í hringiðu trúmáladeilanna.
Við hugfestum okkur hitt, sem hann sagði sjálfur: »Ekki
munu allir, sem við mig segja: Herra, herra! ganga
inn í himnaríki, heldur þeir einir, sem gjöra vilja míns
himneska föður < Við biðjum ykkur að elska jafnan sann-
leikann og réttlætið, og að láta aldrei óttann við menn
eða almenningsálitið villa ykkur sýn i þeim efnum. Það
er postulleg áminning og lífsregla þetta: »Verið ekki
mannaþrælar<. Hugsið meira um, hvað sé vilji guðs, en
um hitt: að þóknast mönnum.
Um undanfarin ár hafa margir foreldrar orðið að ljá
guði syni sína með alveg sérstökum hœtti. I ófriðarlönd-
unum urðu faðir og móðir að leiða fram hvern soninn
eftir annan og senda hann út í hina ógurlegu styrjöid.
Æíinlega áttu þau á hrottu, að þau aæju hann ekki fram-
ar og að hann félli 4 vígvollinum. Þau urðu því að
kveðja hann með þeirri hugsun: »Eg vil Ijá hann drotni,
svo íengi sem hann liflr.« —- Euga slíka fórn þurfum við
foreldrar ykkar að færa. En ætti eg að senda þig, son-
ur minn, i einhvern bardaga, þá vildi eg að það yrði í
þjónustu sannleikans og réttlætisins. Sá bardagi er víða
háður. Kappkosta því að þroska með þér næmleikann