Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 92
86
MOEGUNN
það, úr vökunni, að honum hefði verið bygt út af jörð-
inni. Samtimis koma út úr kirkjugarðinum 2 raenn; geng-
ur annar þeirra, Quðmundur á Vöglum, rakleitt til okk-
ar Snorra, og segir við hann: »Ert þú þá ekki tilbúinn,
Snorri?* Hann játar því. Hinn maðurinn, sem úr kirkju-
garðinum kom með Q-uðmundi, gekk ekki heim að hús-
inu til okkar, heldur suður hlaðið, ofur hægt, líkt og
hann vildi doka við eftir samferðamönnum sínum; eg sá
því næ8tum eingöngu á bakið á honum; það var fremur
lágur maður og gildur. Síðan kvöddu þeir mig, Snorri
og Guðmundur »i siðasta sinn« — sögðu þeir báðir.
Um fjórða manninn greinir ekki hér.
Snorri bóndi á Steðja dó 12. marz þ. á. Guðmundur
á Vöglum drukknaði á Eyjafirði ásamt frænda sínum
Þórði í Hvammkoti, þ. 15. nóv. þ. á. — Þórður var að
vexti »fremur lágur maður og gildur«.
4. íllennirnir, sem báru rúmið.
Kona hér í sókninni lá í sullaveiki, og var búið að
ákveða að flytja hana á Akureyrarspítala til uppskurðar.
Þrem nóttum áður en þetta var framkvæmt, dreymdi raig
þetta:
Eg þóttist liggja i rúmi mínu, vakandi, að morgni
dags. Kemur þá inn til mín stúlka, sem hjá mér er; hún
gengur út að glugganum, og segir, þegar hún er þangað
komin: Skelfing er að hugsa um, hvað fólkið getur skrökv-
að. — Hvað er nú? segi eg. — Að þeir hafi druknað
um daginn, hann Þórður og hann Guðmundur1, því nú er
verið að bera E. (veiku konuna) inn eftir á spítalaun, og
þessir ganga fremstir undir rúminu. — Hvað ertu að segja,
heldurðu það só skreyti, það sem allir vissu? Það er
þá bezt að sannfærast um það, og líta út um gluggann.
— og núna lítur Guðmundur upp í gluggann og brosir.
1
Sjá nœsta draum hér á undan 15. jan 1921.