Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 37
MOECtUNN
31
manna, sem allir vildu í raun og veru vinna að sama
markmiði, væru svo háir og brattir, að því nær væri
gert ókleift um alla samvinnu þeirra á meðal, ef svo
stæði ekki á, að þeir væru i sömu kirkjudeild. Flestir
hafa verið sammála um, að það yrði næsta lítill ávinn-
ingur að keyra alla menn inn í sama félagsskapinn, og
þess vegna talið það nokkurum vafa bundið, hvort ein
kirkjudeildin ætti í raun og veru nokkuð meiri rétt á sér
en önnur, talið hitt affarasælla, að hver sæti þar sem
uppekli, gáfnafar og skapsmunir skipuðu honum sæti. En
um hitt hafa þeir einnig verið jafn-sammála, að vinna
bæri að því öllum árum, að hver fengi litið hinn sæmi-
lega réttu auga, og að það skifti hinu mesta máli, að
enginn einangraðist eða útilokaði sig frá þeim stuðniDgi og
þeirri frjógun andans, sem samvinnan við aðra og sam-
úðin með þeim gæti af sér leitt.
Einn ljósasti vottur þess, hversu mörgum er endur
fyrir löngu orðin ljós hin mikla þörf á slikri sam-
vinnu, eru undirtektirnar og vinsældirnar, sem al-
þjóðafundir þeir hafa fengið, sem stofnað hefir verið til
í þessu skyni. Fyrsti alþjóðafundurinn var haldinn í
London að tilhiutun Unítara í Ameriku og á Englandi.
Tilgangurinn var sá »að koma á nánara sambandi með
hinum gömlu frjálslyndu kirkjum, frjálslyndu hlutunum í
öllum kirkjum, dreifðu frjálslyndu söfnuðunum og einangr-
uðum mönnum, er vinna að frelsi og framförum í trúar-
efnum í mörgum löndum, með því augnamiði að þeir fái
færi á að skiftast á hugsunum, hjálpa hverjir öðrum og
efla þær hugsjónir, sem fyrir þeim vaka sameiginlega*.
Þessi fyrsti fundur var haldinn í London árið 1901 og
síðan hefir hver fundurinn rekið annan. I Amsterdam
(1903), Genua (1905), Boston (1907), Berlín (1910) og Paris
(1913). Á Bostonfundinum (1907) voru 2400 fulltrúar. Á
Berlínarfundinum (1910) álíka margir og 120 ræðumenn
á ýmsum samkomum. Á síðasta fundinum i Paris, árið
1913, taldist svo til, að þar væru fulltrúar frá þrjátíu og