Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 93
MORGUNN
87
Eg flýtti mér upp úr rúminu, og sé þá einmitt þessa tvo
menn ganga fremsta, sinn hvoru megin undir rúminu,
sem konan var borin í.
Um morguninn, þegar eg hafði sagt drauminn, kom
okkur öllum saman um að hreyfa ekkert við honum að
svo stöddu, af því mig hafði oft dreymt svo bert áður.
Kona þessi dó á Akureyrarspítala 1. jan. 1922.
5. Á undan andláti síra m. J.
Tveim dögum áður en sr. Matthías Jochumsson lagð-
ist banaleguna, dreymdi mig, að barið væri að dyrum hjá
mér, og er eg opnaði hurðina, sá eg þar kominn karl-
mann og kvenmann. Eg þekti þau ekki á fyrsta augna-
bliki, en svo mátti það þó heita, og eru þessir gestir:
frú Elín, fyrsta kona sr. Matthíasar, og Diðrik Knudsen,
bróðir hennar. Þau heilsuðu mér bæði kunnuglega og
vingjarnlega, því að við höfðum vel þekst fyrrum. Eg
bað þau koma inn til mín, en þau kváðust, því miður,
ekki hafa tíma til þess, en hefðu alls ekki kunnað við að
fara fram hjá, án þess að sjá gamla vini; þau spyrja eft-
ir manninum mínum, en eg kalla á hann, og varð hann
bæði undrandi og glaður af því að sjá þau. Sögðu þau
nú fleiri vera í föriuni, sem þau mættu ekki tefja, og
yrðu því að kveðja okkur. Rétt í þessu sé eg tvo kven-
menn ganga framhjá suður hlaðið, og þekki eg þar frú
Ingveldi, mið-konu sr. Matthíasar; hana hafði eg séð áður
í Reykjavík, og með henni var ung stúlka, sem eg kann-
aðist ekkert við. Við spurðum systskinin, hvert þau ætl-
uðu, og sagði þá frú Elín, að þau ætluðu að vera um
tíma á Akureyri hjá sr. Matthíasi. — Svo man eg ekki
að við töluðum meira saman; þau kvöddu okkur síðan,
og héldu á eftir hiuum, sem gengið höfðu framhjá.
6. Drengirnir með blómin.
Nóttina fyrir 19. júní 1921 dreymdi mig, að Lína,
vinnukona mín, kemur inn til mín og segir, að einhver