Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 34
28
M ORGUNN
Fundurinn var nægilegur til þess að sannfæra oss
öll um, að Einar Níelsen er sannur miðill. Að vísu gátum
vér ekki gengið úr skugga um manngervingarnar, sem
komu framan af fundinum, því að miðillinn sást ekki
samtímis. Var tjald dregið fyrir byrgið. En hitt gengum
vér ágætlega úr skugga um, hversu hið einkennilega efni
(teleplasma), sem er skilyrði allra manngervingafyrir-
brigða, streymdi út frá munni hans, ofan eftir kjöltu
hans og út á góliið; — var þá byrgið opið; — stundum var
það líkast slæðu, stundum þétt, er komið var við það.
Þau dr. Schrenck-Notzing og frú Bisson stóðu um tíma
sinu megin hvort við sofandi miðilinn og héldu báðum
höndum hans. Sáu þau »efnið« bæði koma og hverfa á
meðan. Var gerð tilraun til að taka ljósmynd af því.
Sást það þá ágætlega og blasti við sjónum vor allra En
ljósmyndunin mistókst fyrir óhapp. Nákvæmleg fundar-
skýrsla var rituð og skrifuðum vér öll undir hana. —
Síðari fundurinn var haldinn 4. sept. á heimili skrif-
stofustjóra M. Magnusson í Hellerup. Er hann af íslenzku
bergi brotinn og fæddur í Vestmannaeyjum, en iiuttist til
Danmerkur 4 ára að aldri, eftir dauða föður síns. Við-
staddir voru þar 4 menn af þinginu: Fritz Gfrunewald
verkfræðingur, próf. Jæger, docent Wereide og undirrit-
aður. Vorum við próf. Jæger valdir til þess að fara þegar
í fundarbyrjun inn í byrgið til miðilsins og halda hvor
í sína hönd hans. Þrjár Ijósmyndavólar voru við bafðar.
Stjórnaði Grunewald tveimur, en Wereide einni. Nú lögð-
um vér mesta áherzlu á að reyna að ná ljósmynd af
»teleplasmainu«
Miðillinn sofnaði fljótt tniðilssvefni og skömrnu síðar
gaf stjórnandi hans bending um, hve nœr mætti kveikja
hið bjartara ljósið til ljó3myndunarinnar. Það var gert.
Síðar kom í ljós, að náðst hafði góð mynd í allar vél-
arnar. — Siðar á fundinum sáum vér tvrer verur, hvora
eftir aðra, koma fram, hjúpaöar hvítum slreðum; sáust þrer
greinilega í rauðu ljósinu, en hurfu bráðlega.