Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 17
M 0 R G U N N
Kriatjaníu gat þess í einu af norsku blöðunum, er hann
kom heim, að ef til vill hefði sá fyrirleaturinn tekið öllu
öðru fram að sannanagildi, því er flutt var á þingi þessu,
og fengju andstæðingar spíritismans hér áreiðanlega nokk-
uð við að glíma.
Þá las danski listmálarinn Johannes Hohlenberg upp
erindi, er Indverjinn Sri B. P. Wadia hafði ætlað að flytja;
en hann hafði taflst frá að geta sótt fuudinn. I erindi
þessu voru menn sumpart varaðir við sálarrannsóknun-
um, en hins vegar þó hvattir til að iðka þær. Vildi
Wadia láta fara betur með miðlana og ala þá upp eftir forn-
um indver8kutn venjum.
Þvi næst var herlækni einum frá Perú, Jatcorslcy að
nafni, leyft að tala utau dagskrár. Mælti hann á frönsku
og var efnið heimspekilegt og snerti varla sálarrannsókn-
irnar.
Loka var verkfræðing einum, ungum frönskum greii'a,
Bourg de Bozas, leyít að sýria áhöld, er hann heflr fund-
ið upp og útbúið, og skýra. frá notkun þeirra, Hyggur
hann sig hafa fundið upp aðferð til að sanna, að frá
miðlunum streymi eins konar kraftur, er unt sé að mæla.
Sunnudaginn 28. ágúst var farin skemtiferð í nokk-
urum bílum. Tóku flestir útlendingarnir þátt í henni og
nokkurir Danir voru með, konur og karlar. Voru þeir
Carl Vett og danskur kaupmaður, Borck að nafni, fyrir
förinni. Var ekið út hina fögru Sjálandsströnd, út með
Eyrarsundi, fyrst til Marieniyst og þar etinn morgun-
verður, siðan til Kronborgar og Friðriksborgarhallar. Fanst
útlendingunum ekki sízt mikið um fegurö hallarinnar, og
þá ekki hvað minst hallarkirkjunnar. Veður var fremur
gott og skemtu menn sér hið bezta.
Dálítið þótti sumum það kynlegt, að formaður Sálar-
rannsóknafélagsins danaka, dr. phil. K. Kortsen, skyldi
ekki sýna gestunum þá kurteisi að vera með í förinni.
Yfirleitt tóku menn eftir því, að fáir af fundarboðendun-
um voiu með. Má vera að koatnaðurinn haíi veiið sök í