Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 85
MORGUNN
79
er sagt var um barnið. En ekkert varð úr því, að nein
leiðrótting kæmi.
Sú konan, sem sagt var að sæti undir barninu, frú
Sigurbjörg ÁBbjörnsdóttir, kona Sigurjóns Péturssonar
kaupmanns, hafði aérstaka ástæðu til þess að setja það
vel á sig, sem á fundinum var sagt um þetta efni, enda
kvaðst hún hafa gert það, því að henni kom til hugar,
að verið væri að boða sér það, að hún ætti að taka barn
til fósturs. Hún segir, að ummælin um það, að þetta litla
stúlkubarn væri í kjöltu hennar, hafi fyrst komið fram
af vörum miðilsins í sambandsástandi. Mjög skygn kona,
sem 'var á fundinum, tók undir það, og sagðist hafa séð
barnið þarna lengi. Þá varð nokkurt umtal um barnið,
og frú Sigurbjörg kannaðist ekkert við það, eins og skýrt
var frá í erindinu. Þá var skýrt frá því af vörum mið-
ilsins, að barnið væri ekki framliðið, heldur ófætt. Þetta
væri vera úr öðrum heimi, en nú væri hún »alt af að
minka«, meðan undirbúningurinn færi fram undir það, að
hún fæddist inn í þennan heim. Frúin spurði, hvaða af-
skifti sér væri ætlað að hafa af þessu barni. Þá var
henni svarað, að henni væri ætlað að gera f>að sama
fyrir petta barn, eins og mœður vœru vanar að gera fxjrir
sin börn, og það mundi sjálft segja til sín, þegar það þyrfti
á henni að halda. Frekari vitneskja kom ekki fram.
Eg skildi þetta svo, sem við það væri átt, að henni væri
ætlað að ala barnið upp, og fyrir því hefir þessi skekkja
komist inn í erindið. Frú Sigurbjörg neitar þvi afdrátt-
arlaust, að það hafi verið sagt, og konunni minni ber
alveg saman við hana um það.
Eg set hér á eftir yfirlýsing frúarinnar:
Ummæli þau, er höfö eru eftir mér hér að framan, ern alveg rétt.
Reykjavik, 4. febrúar 1922.
Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir.
Nú koma sögulokin.
Þ. 13. april 1918 fæddist á Hverfisgötu 94 i Reykja-
vík stúlkubarn, sem skýrt var Ása. Foreldrarnir eru