Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 50
44
MOÍIGUNN
»Nei, eg veit það ekki. Hún gerir ekki annað en
sýna mér bollapör, og það er citthvað í bollanum. Eitt-
hvað rjúkandi heitt og hvítt, eins og rjómi sé i því. Það
getur verið te, og það getur líka verið kafíi.
Jósep biður ástsamlega að heilsa«.
Mrs. B. reynir þá að ná nafninu á gömlu konunni,
en nær því ekki. »Katrín (með áherzlunni á fyrri sam-
stöfunni). Getur það verið Catharine?
»Þér farið bráðum frá London, en þér vitið ekki,
hvert þér farið. Eitthvað óráðið*.
Eg spyr hana, hvort hún haldi, að eg fari heim beina
leið. »Nei, þér farið krók, staldrið við á einhverjum
stöðum, áður en þér komist heim«.
»Peter — einhver er, sem heitir Peter. Það er gam-
all maður. Nú er hún að segja: ,Aumingja Peter', og
hún hlær. Hún er að hlæja svo mikið að Peter. Hún
er altaf að hlæja*.
Þá segir Mrs. Brittain: »Einar«, og hún gefur enga
skýringu á því, svo að eg segi við hana:
»Hvað er um Einar? Er hann einn af drengjunum?*
»Já. — Hún er að tala um einhverja bók í sambandi
við sig, sem þér hafið. Þér lesið ekki oft í þeirri bók.
Og nú hlær hún.
»Nú er hún að segja, að henni hafi þótt fyrir að fara.
Hún gat ekki að því gert. Nú gerir það ekkert til; hún
hefir sitt verk að vinna, þar sem hún er. Hún gat í raun
og veru ekki við því gert, að hún fór, en hún veit, að
að nokkuru leyti var það henni að kenna. Hún er mjög
ánægð nú, og þó að hún hafi sitt verk að vinna, hefir
hún í raun og veru aldrei yfirgefið yður, og hún er altaf
með yður.
»Hún sendir ástarkveðju til konu hér i heimi. Sú
kona er mjög bjartleit, lagleg, kringluleit, ekki mjög göm-
ul, en hárið er farið að grána. Hún er að reyna að láta
mig fá nafnið*.