Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 48
42
MORÖUNN
að eg gat engan botn í það fengið, enda var sagt, að
krafturinn væri með minsta móti þetta kvöld.
Þá er loks sá fundurinn, sem i mínum augum var
merkilegastur. Hann var hjá Mrs. Brittain, konu sem sér-
staklega hefir orðið fræg á Englandi fyrir þær sannanir,
sem Sir Arthur Conan Doyle hefir fengið hjá henni. Eg
ritaði um fundinn, sem eg fékk hjá henni, í Lundúna-
blaðið »Light*, og það sem hér fer á eftir, er að mestu
orðrétt þýðing á fráBögninni, sem þar var prentuð.
Eg fór heim til Mrs. Brittain, sem á heima í nr. 28,
St. Stephens Road, Bayswater. London, með syni minum,
Gunnari, 21. okt. 1921, kl. 6 síðd. Frúin gat ekki með
nokkuru móti vitað neitt um mig. Við feðgarnir höfðum
komið til London 10 dögum áður, og við höfðum engan
frætt um það fólk, sem frú Brittain mintist á. Skýrslan,
sem hér fer á eftir, er samin eftir því, sem Gunnar rit-
aði samstundis, jafnóðum og það kom fram við tilraunina.
Fyrst sat frúin svo sem eina mínútu, þegjandi með
lokuð augu, og mér virtist sem hún væri að biðjast fyrir.
Þvi næst sagði hún mér, að tvær kvenverur frá öðrum
heimi væru viðstaddar, báðar einstaklega elskulegar.
önnur þeirra er íremur gömul, hún veit ekki hve gömul,
að minsta kósti er hún yfir fimtugt, þó að hún sýnist
yngri en hún er í raun og veru. »Meðalkona á hæð,
fremur breiðvaxin, en hafði lagt mikið af, áður en hún
andaðist. Kringluleit, bláeyg, nefið fremur langt, rjóð i
kinnum. Mjög starfsöm og reglusöm. Vel búin. Hverju
sem hún klæddist, sýndist hún ávalt laglega til fara.
Hún hefir »blúndur« á kjólnum kringum hálsinn. Nú er
hún komin í annan kjól, með einhverjum röndum á pils-
inu. Henni þótti garnan að »blúndum«. Hún var frábit-
in svörtum lit. Hún var sterklega vaxin, með breiðar
herðar. Hún átti brjóstnál, nokkuð stóra. Hún þjáðist